„Við hlaupum ekki fyrir áhorfendur…“

„Það var gaman að sjá kortið á bls. 9 í Mbl í morgun…“
Þessi setning er innan gæsalappa því þetta er hvorki bergmálsblogg né mogglingsblogg. Þó verður ekki hjá því komist að vitna í greinarstúfinn sem fylgir fyrrnefndu korti.

Við erum vön því á Íslandi að hafa enga áhorfendur
enda hlaupum við ekki fyrir þá,“…
Þetta sagði ég í
spjalli við greinarhöfund, í trausti þess að verða ekki misskilinn.

Tilefnið er maraþonhlaup FM sem fer fram á morgun, laugardag, og er ekki búist við fjölda áhorfenda, því almennt séð er álíka spennandi að fylgjast með maraþoni og málningu að þorna, grasi að gróa eða unglingi að þroskast. Allt þetta krefst mikillar þolinmæði og einlægs áhuga á viðfangsefninu og þeir sem eru vanir að taka tilveruna í 3 mínútna skömmtum og lesa aldrei meira en eina skjáfylli, eru þegar hér er komið sögu hættir lestrinum.
Ég er svo heppinn að þekkja og umgangast fólk sem hefur þetta áhugamál og nýtur þess á laugardags-og sunnudagsmorgnum að hlaupa um götur og stíga tímunum saman, ásamt því að verja flestum síðdegisstundum við einhvers konar líkamsrækt. Þetta hefur verið áhugamál mitt síðan 1985 og hefur áhuginn frekar aukist síðan ég komst á forstig miðöldrunar.

Auðvitað mætti í löngu máli fjalla um stemmninguna í stórborgarmaraþoni sem ég hef upplifað nokkrum sinnum og fyrir frónskan hlaupara er það mikið ævintýri og skemmtun. En Reykjavík er ekki stórborg, frekar en Hafnarfjörður og Garðabær, hvað þá Kópavogur, og í Reykjavíkurþoninu er áhorfendafjöldinn bundinn við Lækjargötuna því það er bæði fljótlegt og þægilegt að fylgjast með fólki koma í mark. Lítið og pent maraþon sem FM stendur fyrir, er fyrir hlaupara sem vilja fullnægja endorfínþörf sinni í góðum félagsskap, ná persónulegu takmarki, lágmarkstíma fyrir önnur hlaup eða einfaldlega mæla getu sína á viðkomandi vegalengd.

Ég hleyp ekki fyrir áhorfendur. Kannski sjá einhverjir mig hlunkast áfram á stígum Stór-Hafnarfjarðarsvæðisins en ég verð oftast ekki var við þá, nema þeir veifi eða kasti á mig kveðju. Á sama hátt get ég sagt að ég bloggi ekki fyrir lesendur. Þeir gera stundum vart við sig með athugasemdum eða kveðju. Hvort tveggja gleður mig.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “„Við hlaupum ekki fyrir áhorfendur…“

  1. Jú, heldur betur. Tvö verk hafa þegar verið tekin frá og ég reikna með rífandi aðsókn. Enda er svona sýning merkilegri en hlaup.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.