Eyvindur með drullu

Það getur verið gaman að nefna matinn sinn.
Eftir að kremkexspurningin kom fram í Útsvarinu, hófst upprifjun á heimavistarskólamatseðlinum. Þokkalega langt orð.
Mötuneytisfóðrið í Reykjanesi hét ýmsum nöfnum. Kjötbitar og kartöflur saman í kássu, brasað í feiti, hét hakkað flugslys. Hakkréttir hétu almennt járnbrautarslys. Eyvindur með hor var auðvitað kjöt í karrí. Eyvindur með drullu var stundum á borðum. Með smá ímyndunarafli er ljóst hvað við er átt.

13 athugasemdir við “Eyvindur með drullu

 1. Það minnir mig, aðallega á tyllidögum. Ef þú átt við ofnsteikt súpuket. En orðljótir Reyknesingar hafa örugglega kunnað ýmis heiti um slíkan mat, sem eru varla eftir hafandi.

 2. Ég man eftir einhvers konar kjötkássu úr Reykjanesi sem var kölluð hassí. Hver djöfullinn var það eiginlega?

  Svo man ég eftir óskilgreindum pottrétti í mötuneyti DV sem við kölluðum Óhapp í aðflugi.

 3. Hassí er íslenska útgáfan af þekktum frönskum rétti sem heitir hachis Parmentier. Var líka algengt í mötuneyti MA fyrr á tíð.

 4. Nú man ég eftir átta daga súpunni. Hún byrjaði sem hnausþykkur ávaxtagrautur á sunnudegi, þurfti að skera hana með beittum búrhníf oní nemendur, var síðan þynnt út alla vikuna og endaði sem rörtækt gutl á áttunda degi.

 5. Hassí var ógeðslegur matur. Mig minnir endilega að það hafi verið með brúnuðum kartöflum og vinsælt hafi verið að éta það með miklu af Vals jarðarberjasultu sem átti sennilega ekkert skylt við jarðarber nema litinn.

 6. Kona uppalin í Fljótshlíðinni sagði mér eitt sinn að of stórar kleinur hefðu þar í sveit verið kallaðar kindapíkur.

 7. Þórbergur talar um kattarláfujafning af matseðli skútusjómanna svo og hundsbelgjaglás.
  Maður spyr sig hvort matargerð þjóðarinnar hafi farið fram eða aftur.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.