Jófríður Hansdóttir Sveinsson

jofridur

Vegna framkominnar beiðni verður nú birt minningargreinin um Jófríði Hansdóttur sem átti að verða fyrsti áfanginn í þeim gjörningi Más Högnasonar (sem var afar virkt aukasjálf hér á bæ) að koma verkum sínum á framfæri við almenning með sama hætti og Tryggvi Líndal sem hefur með góðum árangri miðlað frumortum ljóðum og þýðingum gegnum minningargreinar.
“Sú harmafregn barst mér í morgun að látin væri merkiskonan Jófríður Hansdóttir Sveinsson. Mig setti hljóðan enda hafði mig ekki grunað að henni væri svo snöggur aldurtili búinn. En þeir verða að missa sem eiga. Nú er skarð fyrir skildi í fjölmennri fjölskyldunni og sorgarský hvílir yfir heimahögum hennar enda um héraðsbrest að ræða.
Ég var hinni látnu aldrei málkunnugur en sá henni iðulega bregða fyrir á bókasafninu hér í bæ og þá jafnan þar sem ritverk okkar bestu skálda er að finna. Ég hef það fyrir satt að hún hafi átt eintak af ljóðabók minni, Tár í glasi, sem ég gaf sjálfur út 1997 og seldi með góðum árangri. Óhætt er að hvetja fólk til að skyggnast eftir henni á okkar ágætu bókasöfnum.
Góðkunningjar mínir meðal ljóðskálda og rithöfunda hafa sagt mér að hin látna hafi verið höfðingi heim að sækja og veitt vel. Rómaðar eru matarveislur hennar fyrir vini og ættingja þar sem umræðurnar einar tóku veitingunum fram. Gaman hefði verið að vera þar gestur.
Landsfrægur listmálari lét þau orð falla í mín eyru að betri eiginkona en hin látna væri vandfundin. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég eftirlifandi manni hennar.
Við sýningu í Þjóðleikhúsinu síðastliðin vetur sat Jófríður þremur bekkjum fyrir framan mig skáhallt á hægri hönd og sá ég ekki betur en hún skemmti sér hið besta. Má af þessu ráða að hún hafi verið listunnandi og leikhúsmanneskja eins og hún á kyn til. Mér þykir því við hæfi að kveðja hana með lauslegri þýðingu minni á kvæðinu “Í bakkafullan lækinn “ eftir W.H. Eliot, eitt af höfuðskáldum Breta sem reyndar lauk miklu lofsorði á þýðingu mína.

Ég sit við læk og læt mig dreyma
við ljúfan niðinn vatnaheima
þar sem urriðarnir una
inn á milli lækjarbuna
og vatnið alltaf er að streyma
amstri heims er létt að gleyma
því hverfult er vort líf og líður
sem lækur tær
og enginn fær
skilið. Þessi straumur stríður
streymir og ég læt það vera
enda væri það að bera
í bakkafullan lækinn.

Ein athugasemd við “Jófríður Hansdóttir Sveinsson

  1. Bakvísun: Málbeinið » Birtingarform

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.