Prjona.net

Þetta er vefsíða vikunnar hjá Mogganum.

AÐ PRJÓNA yljar á allan hátt. Ekki er aðeins gaman að gera eitthvað með eigin hendi og klæðast því heldur getur félagsskapurinn í kringum það að prjóna einnig yljað sálinni.

Íslenska vefsíðan prjona.net er haldið úti af Ilmi Gísladóttur. Síðan er ætluð sem upplýsingatorg prjónafólks. Þar er hægt að fylgjast með öllu því sem er að gerast í heimi prjónsins á Íslandi og á netinu eins og segir á síðunni. Síðuhaldari er greinilega vel vakandi fyrir því sem er að gerast í prjónaheiminum því prjónafréttirnar eru uppfærðar nánast á hverjum degi. Er þá bæði sagt frá því sem er að gerast hér heima og erlendis. Ekki skemmir fyrir að mikið er af tenglum á aðrar prjónasíður.

Prjónaðar strengjanærbuxur
Fyrir prjónaáhugamanneskju er alveg hægt að gleyma sér í því að skoða það sem er í boði á þessum síðum. Það er ótrúlegt hvað er hægt að prjóna, fyrir utan hefðbundinn ullarfatnað má prjóna tískufatnað t.d strengjanærbuxur, ýmislegt til heimilishaldsins og leikföng svo eitthvað sé nefnt.

Að prjóna hefur alltaf verið vinsælt en ekki er langt síðan það komst í tísku. Í staðinn fyrir að prjóna eitt heima hjá sér eða á löngum fundarsetum, til að varna því að sofna held ég fram, er prjónaáhugafólk nú farið að hittast á opinberum vettvangi. Svokölluð prjónakaffi eru nú haldin reglulega víða um land og hittist fólk þá til að prjóna saman, dást að handverki hvert annars, skiptast á uppskriftum og ræða áhugamál sitt við aðra sem er örugglega mjög gott fyrir geðheilsuna.

Róttækar Prjónalausnir
Hugarró og yfirvegun virðist oft einkenna þá sem prjóna, því kom mér það á óvart að lesa á síðunni að til er aðgerðarhópur prjónaáhugafólks sem kallar sig Prjónalausnir. Hópurinn er friðsamlegur og skapandi og eitt af verkum hans var að setja rauðan garðaprjónshólk á staur við bílastæði forsætisráðherra fyrir utan Stjórnarráðið. Með því vildi hópurinn hvetja ríkisstjórn Íslands og ráðafólk til þess að líta sér nær og nota hugmyndaflugið þegar leitað er lausna við þeim vandamálum sem steðja að þjóðinni.

Prjónafólk er ekki aðeins róttækt heldur er það líka miklir húmoristar en á síðunni má meðal margs annars finna flokkinn prjónahúmor.

Prjóna.net er virkilega skemmtileg síða, lífleg og vel upp sett, og ætti að skemmta fleirum en þeim sem eru að fara að fitja upp.“

Ein athugasemd við “Prjona.net

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.