Hvaða sigri er fagnað?

Raddir fólksins boðuðu til sigurhátíðar á Austurvelli í gær.
Ég fór ekki, því ég hafði engu að fagna.
Ríkisstjórnin er ekki farin frá, aðeins helmingur hennar.
Í staðinn kemur leppstjórn framsóknarmanna sem létu taka frá fyrir sig tvö ráðherraembætti sem þeir ætla sér eftir kosningar.

Kosningar eru of snemma, eða eftir rúma tvo mánuði. Ég óttast að illa gangi að fylkja liði margra lítilla lýðveldishreyfinga til að skapa eitt öflugt framboð sem nær fólki inn á þing. Ég hefði viljað kjósa 17. júní. Til vara í septemberlok.
Ef einn kerfiskarl kostar 20 milljónir í starfslokasamning, verður dýrt að hreinsa til. Þá er gott að eiga víst lán frá AGS.
Steinn Steinarr orðar þetta vel:

Það bjargast ekki neitt, það ferst, það ferst.
það fellur um sjálft sig og er ei lengur
svo marklaust er þitt líf og lítill fengur
og loks er eins og ekkert hafi gerst.

4 athugasemdir við “Hvaða sigri er fagnað?

  1. Auðvitað á að beyta þessum ofurstarfslokssamningum sem gerðir voru í „góðæri“- afnema þá meða öllu. Eftirlaunaósóminn hvað fara á einu bretti út úr kerfinu við myndun þessarar nýju stjórnar.
    Við höfum engin efni á þessum flottræfilshætti og síst við óhæfa menn sem þarf að losna við- menn sem voru ráðnir vegna gæða flokkskírteina.

  2. Það er þegar byrjað að vinna á fullu í sameiningu hinna ýmsu lýðveldishreyfinga, hef ég eftir vini mínum sem er á kafi í einni slíkri sellu. Krossum putta! Og tek undir með Sævari, burt með þessa samninga.

Hvað viltu segja?

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.