Eftirmæli sem birtingarform

Í Mbl. rýfur eftirmælaskáldið þögnina eftir langa hríð. Ógleymanlegar eru kveðjur hans til látinna félaga í Rithöfundasambandinu á árum áður og jafnan fylgdi brot úr þýðingu höfundar á Morðinu í dómkirkjunni. Á tímabili vildi Már Högnason feta í spor hans eins og hér má lesa.
Mér er sönn ánægja að vekja athygli á þessari afburða grein:

„Ómögulegt virðist að komast hjá því að skrifa eftir Hákon Aðalsteinsson, ljóðskáld. Líkt og það var ómögulegt að rekast ekki á hann óbeint á síðustu áratugum. Segja má að það hafi verið rithöfundastéttin sem tengdi okkur saman. Þannig þekkti mamma, Amalía Líndal rithöfundur, Svövu Jakobsdóttur, sem var kona bróður Hákonar, Jóns Hnefils. Síðan kynntist ég Jóni Hnefli í MH sem nemandi, og síðar er ég kenndi í Menntaskólanum á Egilsstöðum; með syni Jóns, Kristjáni Jóhanni Jónssyni, rithöfundi. Jóni Hnefli kynntist ég svo betur í kennsluréttindanámi mínu við HÍ, og í Félagi þjóðfræðinga á Íslandi. Seinna gekk ég í Rithöfundasamband Íslands, og kynntist þar bræðrum hans Stefáni og Ragnari. Loks sendi ég Hákoni ljóð til birtingar í ljóðasafni skálda á Austurlandi. Ég hafði mikið álit á vísnagerð Hákonar. Þótti mér með ólíkindum að enn væru menn uppi á Íslandi sem væru að yrkja merkilega listrænan kveðskap með þeim hætti; svo minnti á Bólu-Hjálmar frekar en Kristján frá Djúpalæk. Gaf ég þetta í skyn við ungskáld eitt frá Egilsstöðum og ME, sem ég átti nýlega ljóðabókaskipti við hér í Reykjavík.

Ég vil votta Hákoni virðingu mína með því að birta eitt kvæði úr elleftu ljóðabók minni, Kvæðaljóðum og sögum (2008), en þar freista ég þess enn og aftur að tjá mig í bundnu ljóðformi. Einnig hefur heimur Hákonar á Austurlandi gengið í endurnýjun lífdaga fyrir mér í tólftu bók minni, sem er minningabók og heitir Eftirþankar skálds (2009), en í henni fjalla ég um kennslutíð mína á Egilsstöðum, og náttúruljóð mín þaðan. Skáldskapur Hákonar Aðalsteinssonar mun lifa. Kvæðið mitt heitir Papar og landnámsmenn II, og fer það hér á eftir.

Hjörleifur í húmi fer,
og á næsta hólma vér.
Sævi gráum á hann siglir,
þrælum flúnum eftir skyggnist.
Einsetumunkar frá Eire
ennþá á Thule hér eiri.
Bylur ei lengur í bjöllum,
skaka ei þorum vor böglum.

Írafár nú ýtir á
burtu hlaupna Íra þá;
munu bráðum fyrir björg
bana sér við fugla görg.

Tryggvi V. Líndal.“

Auglýsingar

8 athugasemdir við “Eftirmæli sem birtingarform

  1. Mikill maður Tryggvi, að príla svona fimlega upp hrygginn á látnum manni. Eg bíð spenntur eftir 13. ljóðabók hans.

  2. Hvað ætlarðu að skopast lengi enn að Tryggva? Hann skrifar alltaf svipaðar minningargreinar og Mogginn birtir þær. Og þú hæðist að þessu, kennaramenntaður maðurinn. Það hefðu verið jólin hjá þér hefðirðu þekkt Leibba dóna sem var áberandi á Skólavörðuholti um miðja síðustu öld. Ég les ekki oftar skop þitt um Tryggva.

  3. Ég er ekki eins heppinn og þú, Björn, að hafa náin kynni af Leibba dóna. Annars þarf ekki kennaramenntun til að skopast að fólki. Stundum efast ég þó um þitt skopskyn, kæri Björn. Mundu að mér þykir vænt um þig.

  4. Vegna athugasemdar BB hér að ofan má upplýsa þetta:

    Ég hef minnst 4 sinnum á TL á sex árum. Leit á síðunni staðfestir það. http://malbein.net/index.php?s=Tryggvi+L%C3%ADndal.

    Tryggvi Líndal sagði í viðtali eða grein (man ekki hvort) að hann væri ánægður með þetta birtingarform, þ.e. að skrifa minningargreinar og flétta verkum sínum inni í þær og teldi tilvalið að koma ljóðum sínum og þýðingum á framfæri á þennan hátt. Minningargreinar Mbl. væru opinn vettvangur og hann nýtti sér hann. Traustar heimildir herma að innan veggja Mbl væru margir ósáttir við þetta uppátæki og að einhverjir aðstandendur látinna rithöfunda hefðu kvartað við umsjónarmann eftirmæla.

    Ég vona að eftirlætisskáld mín lifi sem lengst. En þegar þau verða borin til moldar vona ég að þeirra verði ekki minnst með sníkilshætti Tryggva Líndal.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s