Fulltrúi Gamla-Íslands

Hannes Hólmsteinn Gissurarson – hannesgi.blog.is.

Einn af ljóðum á ráði Voldemorts fv. seðlabankastjóra er vinfengi hans við menn eins og Hannes Hólmstein, sem grætur nú fögrum tárum glatað sæti í bankaráði Seðlabankans. Í bræðinni ber meira á fólinu í Hannesi og fær kvikindið útrás á síðum ýmissa blaða, í veikri von um að koma höggi á einhvern. Í gær mundaði hann taparöxi sína að Sveini bankastjóra og vandar honum ekki kveðjurnar.

Hannes hefur löngum vanist því að geta sagt hvað sem er, hvenær sem er, um hvern sem er og komast upp með það. Dómsmál liðinna ára eru til marks um það.

Hannes er fulltrúi gamals klíkuskapar, vinavæðingar og flokksgæðingastefnu Gamla-Íslands. Ef Nýja-Ísland á að standa undir nafni á að slíta þennan illkvittna ritþjóf, rógbera og ______________af spenanum og koma honum fyrir þar sem sólin skín ekki nema stöku sinnum.

14 athugasemdir við “Fulltrúi Gamla-Íslands

  1. Hannes hefur í gegnum tíðina farið einstaklega fögrum og hlýjum orðum um ‘vini’ sína Davíð, Jón Steinar, Kjartan og fleiri af því sauðahúsi. Ekki minnist ég þess þó að neinn þeirra hafi játað ást sína jafn innilega á Hannesi. Er vinskapurinn kannski ekki eins heitur og Hannes hefur viljað halda fram? Er hann kannski einhliða? Mér þætti annars sjálfum lítið varið í að vera kenndur við mann sem tottar ríkisspenann af fullum krafti milli þess sem hann dásamar frjálshyggju og einkaframtak á kostnað ríkisrekstrar.

  2. Er það að kalla tiltekinn mann illkvittinn ritþjóf, rógbera og skápahomma ekki fyrir neðan þína virðingu? Kannski ritþjóf og rógbera en skápahommi er fyrir neðan beltisstað og þér tæplega samboðið. Eða hvað?
    Þorvaldur Sigurðsson kennaramenntaður

  3. Sjálfsagt er það rétt að gæta tungu sinnar og fingra á lyklaborði en HHG á ekkert betra skilið en að honum sé öðru hverju svarað í sömu mynt.

  4. Sófakommi, skápahommi, ég sé ekki að þetta séu neitt ólík skammaryrði, og ekki finnast mér þau ýkja gróf. Rógberi og ritþjófur reyndar mun verri skammaryrði ef útí það er farið, en sjálfsagt að nota þar sem við á engu að síður.

  5. Ég legg til að dómstóll götunnar verði skilgreint í nýju stjórnarskránni sem æðsta dómsstig lýðveldisins, og Gísli Ásgeirsson verði æviráðinn forseti réttarins. Það má treysta því að Gísli, sem er af óbrotnum alþýðuættum og alinn upp í skugga vestfirskra fjalla, verði réttsýnn og dæmi mál af hlutlægni og visku. Dómstóll götunnar velur sér menn og málefni til að dæma og verður engu eirt sem er hægra megin við miðju.

  6. Ég tek undir spurningu Hildigunnar; ég hélt að það væri aldarfjórðungur síðan hann kom út úr skápnum.
    Mér finnst ekki gaman að ráðast á liggjandi fólk og því hef ég ekkert reynt að draga persónu hans inn í umræðuna. Ég játa það reyndar að hafa látið styggðaryrði falla um Geir Haarde, en það var þegar hann var ekki enn búinn að hundskast til að segja af sér, ársfjórðungi eftir að hann hefði átt að sjá sóma sinn í því.

  7. Liggjandi fólk? Hannes Hólmsteinn? Enn með kjaftinn útá öxl, jarmandi um vonda vinstrimenn sem ekkert skilja og einstaka, nefnda og ónefnda menn sem klikkuðu en stefnu sem ekkert er uppá að klaga og goð sem féllu fyrir eineltisskríl? Ég skil ekki bofs.

  8. Dómstóll götunnar er ofnotuð klisja talsmanna þöggunar.

    Ég kannast ekki við að hafa sparkað í liggjandi mann. HHG er í fullu fjöri, skrifar greinar í blöð og á netið, mætir í viðtöl og tjáir sig eins og hann er vanur. Mér þótti einfaldlega nóg um að lesa þetta bull hans um bankastjórann, sem getur varla svarað fyrir sig vegna embættis síns. Þar á þessi líking miklu betur við.

    Fleiri en Hannes eiga eftir að níða þá niður sem reyna að byggja upp Nýja-Ísland (þetta má ekki verða klisja). Ég hef ekkert umburðarlyndi gagnvart svona málfutningi.

  9. Hannes uppnefnir bankastjórann ‘fjallamann’ sem er gaman. Nú á norðmaðurinn sameiginlegt með Hannesi að vera mjög vel menntaður (þó að hann hafi ekki doktorspróf) og að hafa eitthvað föndrað við pólitík (sem Hannes gerði einnig, áður en flokkurinn áttaði sig á hvers konar fugl hann er og fann handa honum verndaðan vinnustað upp í Háskóla). En norðmaðurinn hefur það fram yfir Hannes að hafa reynslu úr atvinnulífinu, ekki aðeins í Noregi heldur um allan heim. Eru tengsl við raunveruleikann nóg fyrir Hannes til að kalla Sven fjallamann? Þegar Hannes reynir svo að fella Sven á því að hafa ekki þekkt einhverja skammstöfun er hann að vitna í einkasamræður en ekki eitthvað sem átti sér stað á opinberum vettvangi. Slíkt hefur hingað til ekki þótt fínt.

  10. Mér finnst færslan ekkert vera að sparka í liggjandi mann, svo ég taki það nú fram. En ég tek undir með mörgum sem athugasemdast hjá Ólínu, því meira sem HHG þenur sig í fjölmiðlum, því betra. Fælingarmáttur hans er augljós.

  11. Hrokagikkurinn var að missa feitan kjötbita af diski sínum, þ.e. sætið í Seðlabankaráði, en varla telst hann liggjandi fyrir vikið? Annars er þetta mín þriðja athugasemd við þessa færslu, sem sýnir kannski best hvað bara nafn Hannesar fær menn til að klæja um allan skrokkinn.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.