Heilsurækt og mannamein

Þetta var uppáhaldsbókin mín í sveitinni, 600 síðna doðrantur með litmyndum og voru holdsveikimyndirnar afar áhrifamiklar. Fyrir vikið hef ég mikinn áhuga á lækningum og sjúkdómum.
Góðar sjúkdómsvísur rekur ekki oft á fjörur mínar en þessa fann ég í gömlum blöðum. Höfundur er óþekktur.

Forðum tíð ég sótti sjó
sjórinn tók að ólga
síðan fór mig sárt að hrjá
sinaskeiðabólga.

Mér finnst einboðið að taka upp þennan þráð og kveða um sjúkdóma. Sjúkdómsháttur einkennist af því að sjúkdómsheiti verður að koma fram í vísunni, helst sem rímorð, en er þó ekki skylda.

Eins og klessa alltaf sit
ákaft bakið passa
þegar ég með þursabit
þarf að bera kassa.

Mörg er byrðin manna þung
og mjóir limir stirðir
sá er hefur siginn pung
sundbrókina girðir.

24 athugasemdir við “Heilsurækt og mannamein

 1. Í lífi fór við margt á mis
  moldar opin bíður dys
  Erfitt er nú allt mitt ris
  er ég víst með syfilis

 2. Ástandið er ansi bágt
  á öllum mínum grislingum
  hríðskjálfandi hrína lágt
  helsjúkir af mislingum

 3. Áður var hér allt í kei
  en svo fór í verra
  Þegar ég kemst í kast við hey
  kafna ég úr hnerra

 4. Þruskan einatt þjáir menn
  þvagstíflur og læknabull.
  En til dauða dregur senn
  í dausinn hefi fengið sull.

 5. Beina þjáir gigtin grind
  garna þjakar flækja
  lífsins vil ég finna lind
  leiðist sveskja og hækja

 6. Grannar mínir góðir mjög
  Geirlaugur og klemens
  á degi hverjum leggja drög
  að deleríum tremens

 7. Fær ég er í flestan sjó
  frískur til ilja og ennis
  alla daga ærir þó
  olnbogi kenndur við tennis

 8. Aldrei hleypur, etur nóg
  eigi sparar viðbit
  kemur ekki á óvart þó
  uppskeran sé kviðslit

 9. Asperger ég illan hef
  áráttu og kæki.
  Í Tourette köstum toga í nef
  tuldra, bölva og hræki.

 10. Þessa má líka hengja við næstu færslu á undan:
  Yfir kaldan eyðisand
  ákaft vil ég sveima –
  slitið lið þó sýnist band
  svo ég kúldrast heima…

 11. Bakvísun: Um bækur og brækur | Málbeinið

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.