Níðvísur í tilefni dagsins

Meðan aðrir hlaupa apríl yrkir ritstjórn Málbeinsins níðvísur um fólk. Ef álagið verður mikið, skiptir ritstjórn með sér verkum. Mitt markmið er að forðast ákæru fyrir meiðyrði. Már Högnason fær útrás fyrir skepnuskapinn í sér og dr. Rigor Mortis, sem er staddur hér vegna páskanna, leggur sitt af mörkum, þrátt fyrir stífa dagskrá.

Lára Hanna, samfélagsrýnir og baráttukona fær þá fyrstu.
Vill sig tjá um vandamál
varla lausnr hefur
því Lára hefur ljóta sál
og lítið af sér gefur.

Kristín Jónsdóttir, Parísardama og sjóbaðaunnandi, fær tvær, því hún er svo lítil ; )
Kristín litla kom að vík
í köldum sjónum fór í bað
upp úr kom sem liðið lík
lá í potti eftir það.

áköf lærir ýmislegt
einkum til að sýna lit
því kvenfólkið er tæpt og tregt
og talar þó að skorti vit

Þorbjörn Rúnarsson, símavinur og skólameistari:
Sínum klúðrar svörunum
sífellt rýfur friðinn
er tenórvælið ómar um
Austurland og miðin.

Beta baun, mannvinur og skokkari.
Um Laugardalinn leggur daun
-af lýsi vot er spjörin
þarna hlunkast Beta baun
og bræðir af sér mörinn.

Harpa B, fimleikamær og nemönd:
Í skóla aldrei edrú var
elti graða pilta
Hirt af löggu hér og þar
Harpa ofurspillta.

Lengi tekur sjórinn við. Athugasemdakerfið tekur við óskum.

46 athugasemdir við “Níðvísur í tilefni dagsins

 1. Hjálmar Theodórsson, tölvukarl og hlaupari:

  Eftir götu ógnar hlass
  ákaflega skálmar
  þarf að bera þungan rass
  þetta er hann Hjálmar.

 2. Bakvísun: níðvísur í tilefni dagsins « Parísardaman

 3. Óska eftir einni góðri níðvísu. Þú átt kannski erfitt að yrkja níð um járnbræður þína:)

 4. Járnbræður mínir eru drullusokkar og varmenni upp til hópa.

  Steinn Jóhannsson, járnbróðir!

  Íþróttirnar aðeins sér
  ama þetta veldur.
  Af hjólreiðunum orðinn er
  eiginlega geldur

 5. Upp er komið vandamál. Ég ákvað að yrkja fyrirfram um fastan lesanda síðunnar sem enn hefur ekki gert vart við sig. Ef nýta á vísurnar verður Á að segja til.

 6. Gísli málbein gamall er
  gærubúinn hippi
  hefur hreppt af hlaupunum
  heimskautatyppi

  Mjög er hann um skutinn sver
  siginn má hann kalla
  að framan eins og Friedlander
  fornleg dyrabjalla

 7. Þar sem Hildigunnur lét á sér kræla, sleppur hún ekki:

  Tæmdust götur hér í haust
  heimsendi ég spáði
  því Hildigunnur hóf upp raust
  og hæstu tónum náði.

 8. Bakvísun: níðvísur « tölvuóða tónskáldið

 9. Aldeilis hann endist við
  ætíð sveittur skallinn.
  Engu fólki gefur grið
  Gísli skítakallinn.

  Takk fyrir vísuna, ég nýt níðrímsins.

 10. Aldrei of sein…
  Eva Einarsdóttir, langhlaupari og afrekskona.

  Galla finnur öllu á
  aldrei brosað getur
  Enginn virðist Evu þrá
  eftir þennan vetur.

 11. Um mig getur ekki ort
  æði mörg er villa.
  Lagar rím af síðstu sort
  syndir hægt og illa

 12. Gunnlaugur Júlíusson, ofurhlaupari og formaður UMFR36

  Út að hlaupa aldrei fer
  engu nammi sleppir
  Á sér tólin aldrei sér
  eins og fitukeppir.

 13. Jú, Elías verðskuldar eina!
  Elías með eilíft þras
  oft í glasi leggst með konum
  en önugt fas og iðragas
  allar rekur burt frá honum.

 14. Segörðör menn! Mér er sunn ánægja að bauna á þig.
  Sigurður Arnarson, fyrrverandi skógarbóndi og núverandi kennararablók.

  Á Eyrarteigi átti fold
  á uppgræðslunni sprakk hann
  öllum trjánum oní mold
  öfugum þar stakk hann.

 15. Meira um Fyrrverandi skógarbóndann

  Varla kunni vist og brú (bridge)
  vildi slagi fela.
  Gröndin urðu alltaf þrjú
  aðra lét hann spela.

  Vakin er athygli á flámæli í síðasta rímorðinu.

 16. Í skólabúðir feitur fór
  fékkst þar mest við setu
  eftir viku orðinn sljór
  með ógurlega sketu.

  Enn er flámæli í ríminu.

 17. Kærar þakker, Gísle menn. Þér eröð fífl og það gleðör meg!

  Þetta vekur upp minningar.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.