Tepruskapur og sveitaraunsæi

Í þetta sinn verður hreytt í kattafólk. Taki þeir til sín sem eiga.

Hér á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu tíðkast að kalla kettlinga kisustráka og kisustelpur, því það þykir krúttlegt, og sumir þekkja ekki sundur högna og læður hvort sem er. Sama fólk og býsnast yfir aragrúa katta í Kattholti og lausagöngu villikatta, nennir ekki að fara með ketti sína í geldingu, verður steinhissa þegar heimilið fyllist af kettlingum, og skilur ekkert í því að ekki skuli slegist um litlu greyin þegar þau fara að míga og skíta út um allt. Sumir fleygja kettlingunum út úr bíl á afviknum stöðum og þykir það þjóðráð. Aðrir hunskast í Kattholt og þykjast hafa „fundið“ kettlingana á förnum vegi. Þetta er fólk sem hefur ekki þroska til að halda húsdýr. Ekki ketti og alls ekki hunda, því þar er virkilega stungin tólg.

Í sveitinni var ekki auðhlaupið til dýralæknis til að gelda kvikindin og þar var kettlingum og hvolpum drekkt við fæðingu, ef þannig stóð á. Það þýddi ekkert að grenja úr sér glyrnurnar vegna þess og ég man ekki til þess að við systkinin höfum vælt átakanlega í hvert sinn. Þess vegna drekkti ég einu sinni kettlingum sem voru ekki velkomnir á heimilið. Það var ekki auðvelt en oft verður að gera fleira en gott þykir. (Þess vegna var ég kallaður mannviðbjóður í athugasemd í gær, en sá sem gerði það, reiðir vitið varla í þverpokum).

Þetta nægir um kattafólk. Hundafólk er efni í sérfærslu.

Auglýsingar

9 athugasemdir við “Tepruskapur og sveitaraunsæi

 1. við fundum „kisustelpuna“ okkar hér bak við ruslatunnur, henni hafði alveg örugglega verið hent út nógu langt frá heimilinu til að hún rataði ekki til baka. Það kalla ég viðbjóð. Hún var heppin en það var ekki þeim sem henti henni út að þakka. Og já, hún er geld…

  Hlakka til að sjá hundafólksfærsluna.

 2. Ójá.
  Ég get upplýst teprurnar um það að svokölluð ,,svæfing“ sem er náttúrlega engin svæfing heldur eitursprauta er ekkert skemmtileg heldur.

  Húsbóndinn fór með kettlinga frá okkur til dýralæknis og lét ,,svæfa“ þá. Dýralæknirinn var nefnilega í fæðingarorlofi og svo komu páskar og þá slapp hún (læðan) út.
  Hann var látinn vera hjá kettlingunum á meðan þeir lognuðust út af. Fyrst kúgast þeir og þeim líður greinilega illa áður en þeir smám saman detta út af. Þannig að ég er ekkert viss um að drekking sé neitt verri.

 3. Ég hef aðstoðað dýralækni bæði við að lóga hundi og ketti. Það er miklu hreinlegra að skjóta greyin. Það er alla vega hægt að lóga þeim á þann hátt án þess að þau viti hvað stendur til en það er alveg á hreinu að þau vita hvað er að gerast við dýralæknaaðferðina. Það myndi ég aldrei gera aftur.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s