Fólkið sem fer í hundana

Hundaeigendur eru ekki eins og hundafólk.
Hundaeigendur aga sinn hund og kenna honum að hlýða, ala hann vel, láta hann ekki ganga lausan að óþörfu og vita að hundurinn er ekkert annað en húsdýr sem ber að sýna virðingu í samræmi við það. Hjá hundaeigendum er hundurinn yfirleitt ánægður með lífið og tilveruna. Ég þekki nokkra hundaeigendur og kann vel við þá.

Hundafólk er af öðru sauðahúsi.
Hundafólkið kemur saman á Geirsnefi til að minnast kjölturakkans Lúkasar, kveikir á kertum og faðmast til að veita hvert öðru stuðning í sorginni og söknuðinum vegna 111. meðferðarinnar á litla greyinu. Það var byrjað að smíða gálga þegar seppi kom fram.
Hundafólk fer á námskeið til að læra að umgangast hundinn sinn en vanrækir yfirleitt uppeldi barna sinna svo til vandræða heyrir. Á sumum heimilum er hundurinn baðaður oftar en skítugasta barnið.
Hundafólk fullyrðir að hundurinn verði að ganga laus öðru hverju, jafnvel í margmenni, því honum þyki það gaman. Ef hundurinn bítur einhvern við slík tækifæri, er það yfirleitt hinum bitna að kenna. Hundafólk trúir engu misjöfnu upp á hundinn sinn og lendir iðulega í slagsmálum vegna hans.
Hundafólkið á oftast fleiri hunda en það getur sinnt. Því miður er engin hundaverndarnefnd til að svipta það forræði yfir kvikindunum.
Hundafólkið er oft ófært um að hreyfa sig og keyrir því oft eftir fáförnum vegum meðan seppi töltir við hlið bílsins. Yfirleitt stendur kamelstrókur út um bílgluggann. Þetta fólk telur sér trú um að það sé gefið fyrir útivist með hundinum.
Hundafólki finnst gott að láta hundinn sleikja sig í framan. Oft er það eini andlitsþvottur viðkomandi.
Hundafólki finnst óþarfi að hreinsa upp skít á víðavangi eftir hundinn. Því finnst tilvalið að hundurinn kúki í garði nágrannanna og bregst illa við aðfinnslum þar að lútandi.
Greindarvísitala hundafólks samsvarar oft þyngd hundsins.

11 athugasemdir við “Fólkið sem fer í hundana

  1. Vil bara benda á að 15 kg hundur er 147 N að þyngd. Að öðru leyti er þetta eflaust hverju orði sannara. Sem betur fer sést minna til hundavina hér í fásinninu.

  2. Góður pistill hjá þér. Ég ætlaði að hjálpa eldri hjónum með smá viðvik í garðinum þeirra. Stór hundurinn þeirra var laus allan tímann og ég með 3ja ára barn í fanginu allan tímann. Þau heimtuðu að ég sleppti barninu því hundurinn væri svo góður. Barnið var hrætt og fór aldrei úr fangi mér. Það varð ekkert af hjálpinni. Rosa fannst mér þau rugluð.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.