Rómantík fyrir drullusokka

Washington Post efndi eitt sinn til vísnasamkeppni undir þeim formerkjum að fyrri hlutinn skyldi vera eins rómantískur og mögulegt væri, en sá seinni alger andstæða. Þetta tókst ágætlega eins og sjá má á Netinu, t.d. hérna.

Svona samkeppni þarf einnig fyrir okkur mörlandana því þrátt fyrir lærða rómantík í nútímafólki, er stutt í sveitaruddann í flestum. Lítum á nokkur dæmi úr handraða Más Högnasonar, staðfærð, þýdd eða frumsamin.

1. Af ást til þín
ég vart má mæla

en mest af öllu
vildi ég æla.

2. Fegurð þín lætur mig
falla í stafi

en best ertu samt
á bólakafi.

3. Í örmum þínum
ég uni mér

en hafðu samt pokann
á hausnum á þér.

Ég er viss um að lesendur kunna einhver svona dæmi úr lífi sínu, eða annarra.

8 athugasemdir við “Rómantík fyrir drullusokka

 1. Ekki má gleyma Davíð Stefánssyni:
  Líkami þinn er fagur
  sem laufguð björk

  en sálin er ægileg
  eyðimörk.

 2. Ein í orðastað kvenna:

  Í bólið bjóst til að skreppa
  búinn var frá að hneppa
  En ungfrúin þá
  undir hann sá:
  „Þú ættir að fá þér jeppa.“

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.