Að hnýta hnút á kattarskott er gaman

Maður veltir stundum fyrir sér hvað hefði verið í fréttum, ef einhverjir tilteknir atburðir hefðu ekki gerst. Í þessari viku varð maðurinn sem kenndur er við smjörklípuna, sjálfur að smjörklípu og yfirtók umræðuna og andrúmsloftið eins og virkilega súr viðrekstur í vinnuskúr í óveðri. Allir finna fýluna og langar út, en leggja ekki í það. Ég ætlaði að klína sméri á köttinn í morgun en hann flúði.

Hann sem ekki má nefna, en ég nefni Voldemort, er enn eitt merkið um að Steinn hafði rétt fyrir sér. „Það bjargast ekki neitt, það ferst, það ferst…. og loks er eins og ekkert hafi gerst.“ Mér finnst komið árið 1991 og Spaugstofan dregur fram krullaða hárkollu handa Erni Árnasyni sem fer í sama gervi og sjást mun á skjánum í kvöld í 153. skiptið og maður hlær ekki, heldur verður svo tómur í sálinni og vondaufur og nennir ekki að kreista fram skylduhlátur með löngu dauðum og fúlum brandara, heldur andskotast í saklausum kettinum og hnýtir hnút á skott hans.

Ég hafði skoðun á þessu máli í fyrradag og gær. Nú er mér sama. Frekar saga ég af mér fótinn en eyða tímanum í að hafa álit á ritstjóra blaðs sem ég kaupi ekki frekar en Varðturninn eða Séð og heyrt og er eiginlega sama um hvað stendur í blaðinu. Ég sé ekki eftir minningargreinum, dánarfregnum, smáauglýsingum, slúðri um frægt fólk bíóauglýsingum, aðsendum greinum, leiðara og Reykjavíkurbréfi. Ég sakna sunnudagskrossgátunnar en hef í hyggju að verða mér út um hana beint frá framleiðanda. Til vara að stofna krossgátufélag.
Nánar um það síðar. Ég þarf að hafa uppi á kettinum.

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Að hnýta hnút á kattarskott er gaman

  1. Ég er ekki eins staðföst, keypti sunnudagskrossgátuna áðan með öllu sem henni fylgdi. Gat bara ekki hugsað mér helgina án hennar. Nóg er nú samt. En mikið líst mér vel á krossgátufélag. Væri til í að kosta einhverju til í áskrift eða eitthvað slíkt. Þá þyrfti ég ekki aftur að muldra „áttu sundsmokka“ mér þvert um geð.

  2. Til er ég í krossgátufélagið enda er hún það eina sem ég mun sakna þegar uppsögnin tekur gildi um mánðamótin. Undarlegt að hún geti ekki tekið gildi strax, eins og þegar maður fer í frí þá gildir sú uppsögn strax.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.