Silfurkappræður

Mamma horfir alltaf á Silfrið. Ég gefst oft upp á því en rifja svo upp þáttinn á Netinu því þar er hægt að flakka milli einstakra hluta. Þar á meðal var þessi bútur. Í hlutverk A og B koma margir til greina.

Við borðið sitja meðal annarra, A og B.
Umræðuefnið er hrunið, Æsave eða ríkisstjórnin. Skiptir ekki máli.
A flytur langa ræðu sem hefði getað verið ein setning.
Stjórnandi gefur B orðið.
B flytur langa ræðu sem hefði getað verið tvær setningar.
Fljótlega grípur A fram í fyrir B, sem hækkar örlítið róminn til að láta A ekki trufla sig.
A reynir aftur að grípa fram í. Um hríð tala A og B samtímis og ekki heyrast orðaskil. Þegar A tekst ekki að rífa til sín orðið, snýr A sér að stjórnanda og spyr:
„Hefurðu enga stjórn á þessum þætti??“

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Silfurkappræður

  1. Gísli, eins og svo oft áður er ég hjartanlega sammála. Því miður er ég löngu hætt að hafa geð í mér til að horfa á þennan þátt og fleiri slíka og er þar af leiðandi sökuð um að hafa engar skoðanir og vera sama um ástandið! Ég sakna þess að hlusta á vitibornar rökræður – áttu þær sér ekki einhvern tíma stað? Eða hvað?

  2. Mæl þú manna heilastur, frændi- nú sem endranær. Mér þætti púður í að vera með þér og öðru góðu fólki í krossgátufélagi. Bestu kveðjur í ættartréð.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s