ESB-spurningarnar II

Þessar margumtöluðu spurningar eru nú aðgengilegar á Tíðarandanum. Alls 340 síður með 2500 spurningum. Í svörum er gert ráð fyrir ítarlegum upplýsingum.

Dæmi: Spurningar 89-91 um flóttamenn á Íslandi:

89. Tölfræðilegar upplýsingar: Leggið fram gögn um flóttamenn frá öðrum löndum sem komu til Íslands. Hvenær komu þeir og hversu stórt hlutfall þeirra hefur snúið aftur heim?
90. Lög og reglugerðir: Lýsið ramma laga og reglugerða sem gilda um vernd, stöðu, réttindi og aðlögum flóttamanna á Íslandi.
91. Lýsið heildarstefnu um meðferð flóttamanna sem búa á Íslandi. Er þeim á einhvern hátt mismunað hvað varðar félagsleg og efnahagsleg réttindi?

Nú geta lesendur dundað sér við að reikna út hve margar síður svörin við þessum spurningum fylla.

Með hjálp Hugtakasafnsins geta flestir gert sér grein fyrir efni hverrar spurningar. Sjá hér dæmi um hugtakiðinstrument.

Góða skemmtun!

Viðauki: Ég sé núna eftir mikinn lestur á spurningahandritinu að strangt til tekið þarf ekki að þýða spurningarnar. Ég geri ráð fyrir að svörin við þeim verði samin á íslensku og þau síðan þýdd á ensku. Þar af leiðir að þýðandinn setur væntanlega spurninguna efst og svarið þar fyrir neðan. Í anda gegnsæis og upplýsingavilja stjórnvalda hlýtur alþýða manna að fá aðgang að svörunum, sem mér finnst núna að hljóti að verða merkilegri en spurningarnar.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “ESB-spurningarnar II

  1. Auðvitað verða svörin merkilegri en spurningarnar, en hvernig dettur þér í hug að þau verði samin á íslenzku?

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s