Landhreinsun?

Í gamla daga var dálkur í Morgunblaðinu sem kallaðist Dagbók. Þar var til dæmis getið um komur nafnkunnra landsmanna (prestar, biskupar, þingmenn) til Reykjavíkur og fylgdi stundum að viðkomandi ætlaði sér að dveljast nokkrar vikur í höfuðstaðnum. Þetta var vísir að innanlandsslúðri en þorsti alþýðu manna í fréttir af náunganum er óslökkvandi. Á slúðurmiðlum er oft talað fjálglega um nauðsyn þess að fjölga „frægum Íslendingum“ því það eykur fjölbreytni slúðursins.
Í kaupfélaginu mínu stóð ég annars hugar við enda afgreiðsluborðsins og hlustaði á pólska afgreiðslumanninn tala bjagaða ísl-ensku við kýrnar í röðinni og dundaði mér við að skoða forsíður í blaðarekkanum. Eitt andartak hélt ég að Séð og heyrt hefði stækkað upp í dagblaðabrot en sá svo að þetta var DV með Helga Seljan fréttamann á forsíðu. Hann hyggst flytja til Akureyrar.
Ég hafði ekki tíma til að fletta blaðinu og kynna mér þetta stórmál nánar og veit því ekki hvort ég á að fagna þessum búferlaflutningum eða gráta mig í svefn af söknuði. Batnar bæjarbragur fyrir norðan eða sunnan fyrir vikið? Voru Agureyringar spurðir álits á þessum tíðindum? Hvaða áhrif hefur þetta á fjölmiðlaflóruna? Ætli Helgi sé á leið í framboð eins og Sigmundur Ernir?
Þegar hér er komið sögu þarf ég að beita mig hörðu til að rjúka ekki út í hverfissjoppuna til að kaupa DV og kynna mér málið til fulls. Innan skamms endar þetta með Manilow-heilkenni. Annars bíð ég spenntur eftir framhaldinu: Helgi á Agureyri.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Landhreinsun?

  1. Einhverjar vísitölur munu hríðfalla fyrir norðan meðan þær rísa hér syðra.

    Bara hann hætti í Kastljósinu þá er mér sama hvar sá frómi flækist.

    Þar var löngu kominn tími á faglegar breytingar.

  2. Nú geta menn ekki lengur flutt, hvort sem er á milli húsa, bæja eða landa, án þess að senda út fréttatilkynningu þess efnis. Guðjón Bergman sendi tvær slíkar, þegar hann ákvað að flytja út til USA og svo þegar hann hætti við að flytja skömmu síðar.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s