Sjötta sorgarstigið

Sjúkrahúsdramað Greys Anatomy hefst brátt á Stöð 2 og er fyrsti þátturinn frekar sorglegur. Í upphafi handrits er vitnað í Elisabeth Kübler-Ross geðlækni sem fullyrðir að deyjandi sjúklingar og aðstandendur þeirra gangi í gegnum fimm sorgarstig og ávallt í sömu röð. Það eru afneitun, reiði, samningar, depurð eða uppgjöf og að lokum sátt. Að öðru leyti kemur þátturinn þessari færslu ekki við, enda get ég ekki tjáð mig nánar um efni hans, af skiljanlegum ástæðum. En hann fékk mig til að flakka svolítið á Netinu.

Þessi kenning Elísabetar er barn síns tíma. Nú þykir mér ljóst að sjötta sorgarstigið hafi bæst við. Það er bloggið. Það getur fylgt öllum hinum sorgarstigunum og endurspeglað þau. Eflaust er gott að skrifa sig frá sorginni og sumir geta bloggað árum saman um missi sinn. Sumir kalla svona blogg tilfinningaklám og hneykslast á þeim á sama hátt og aðrir á appelsínuhúð og klæðaburði þekktra einstaklinga.
Ég hef nokkrum sinnum verið við kistulagningu. Þar voru myndavélar ekki á lofti og enginn fjallaði um athöfnina í myndum og máli að henni lokinni, eins og ég hef séð gert á Netinu. Næsta skrefið er að birta myndskeið.
Ég vona að svona verði ekki fjallað um mig að mér látnum. Mér er sama hvað aðrir gera við sín lík. Ég þarf ekki að skoða myndir af þeim nema ég vilji það.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s