Fréttir í dægurmálastíl-MYNDIR

Mest lesnu fréttirnar á Vísi.is fjalla um rassa, brjóst, appelsínuhúð og ómálaðar leikkonur sem fara út í búð eða viðra börnin sín. Yfirleitt vekur holdafar eða klæðaburður viðkomandi óhug, viðbjóð eða athygli, eftir því hvernig stendur í ból fréttakonunnar íslensku sem þýðir þessi tíðindi frekar frjálslega af erlendum netmiðlum. Vellíðan lesenda nær hámarki þegar myndir fylgja.

Til að krydda stjórnmálaumræðuna mætti gjarna umrita þurrkuntulegar fréttir frá Alþingi með vísisstílnum.

„Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, vakti töluverða athygli í ræðustól Alþingis í gær fyrir risavaxna og Derrickslega bauga undir augunum og sísíkkandi undirhaka hans vakti óhug stjórnarliða, sem létu sig hverfa í kaffi undir málflutningi fommans.., Hinn sjoppulegi formaður Framsóknarflokksins, virkaði líka sjúskaður og fann samstarfi stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) flest til foráttu í umræðum um samstarfið utan dagskrár á Alþingi í gær, en hann flutti ræðu þessa illa málaður, eins og sjá má af meðfylgjandi myndum. “

Þessa frétt má finna á vísi.is. Mér finnst hún betri svona.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Fréttir í dægurmálastíl-MYNDIR

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s