„Þið sleiktuð ömmu“

Grein Arnars Eggerts Thoroddsen í Mbl. um kvenfyrirlitningu í dægurmálaskrifum hefur vakið mikla athygli. Fram hefur komið að höfundur margra þessara örgreina um frægar konur í útlöndum er sjónvarpsþulan geðþekka, Ellý Ármannsdóttir, sem á sínum tíma kvaðst luma á bókarhandriti með örsögum af vinkonum sínum og kynlífstengdum uppátækjum þeirra. Meðan góðærið geisaði var fullyrt að sjónvarpsþáttaröð væri í undirbúningi og ýmislegt reynt til að skapa spennu hjá væntanlegum kaupendum og áhorfendum. Svo fjaraði undan þessum hugmyndum.
Ellý var einu sinni í hásæti moggabloggsins og líkaði það vel. Til að halda vinsældunum gekk hún æ lengra í skrifum sínum eins og hér má lesa. Daginn eftir að þessi færsla birtist, var bloggi hennar læst.
Mengella útbjó fyrirsagnaþjark í anda Ellýar. Sá er enn virkur og þeir sem sakna Ellýar geta heimsótt Mengellu og fengið nokkrar krassandi fyrirsagnir. Hér er dæmi:
„Læknirinn minn klemmdi prestakragann,“ sagði tvíkynhneigða vinkona mín sem oft var drukkin.
„Þið sleiktuð ömmu,“ sagði ofvirka vinkona mín sem aldrei var fljótfær og fullnægð.“

Þegar markaðurinn hér heima hefur fengið nóg, er kannski laus staða hjá Hugh Hefner.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “„Þið sleiktuð ömmu“

 1. Þótt það snerti ekki efni þessarar færslu þinnar sérstaklega, þá langar mig að óska ykkur félögunum til hamingju með sigurinn í Útsvarinu í gær, og ekki síður með snaggaralegt mannránið á bróður þínum.

  Í beinu framhaldi: Á þessari síðu hefur lýtalítil hagmælgi fengið að vaða uppi hindrunarlítið, á meðan við unnendur og ástundendur lélegs kveðskapar höfum haldið okkur til hlés. Skal nú að nokkru úr því bætt með leirmoðsuðuerindinu „Í tilefni sigurs þeirra Járnbræðra á síra Fjölni og liði hans í Útsvari“:

  Fáar tendrast týrur skýrar
  tapar sírann, og allt hans lið.
  Hafnarfjarðar íron-fýrar
  fagna hýrir, að gömlum sið.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s