Mikil er ábyrgð Voldemorts

Eins og forðum daga er nú fagnað tímamótum í skyndibitageiranum hérlendis.

Hjá Dónaldi mikið um dýrðir var
Dónald kann það að meta
og foringinn sjálfur fékk sér þar
fyrsta bitann að éta.

Borgarinn gefur góðan kraft
glansar á ketinu fita
Voldemort opnaði víðan kjaft
Voldemort fékk sér bita.

Hugfangin þjóðin horfir á
helstu átvöglin verða
skyndimatinn í magann að fá
og mörinn á búknum herða.

Núna er þjóðin ferlega feit
fæstir hreyfingu nenna
og alþýða manna eflaust veit
að allt er það Davíð að kenna.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Mikil er ábyrgð Voldemorts

  1. Í framhaldi af þessari niðurstöðu kemur hér eitt hnökrum hlaðið erindi um ábyrgð Davíðs á hraksmánarlegu atgervi mínu:

    Davíð mér breytti í digurt fól
    Davíð gaf óhollan vana
    Davíð mitt „dobblaði“ kólesteról
    Davíð mér breytti í Kana.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s