Svanasund og snyrtilyfjabrák

Ég fer stundum í morgunsund mér til heilsubótar og í rauðabítið var ég mættur í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði. Á þessum tíma dags er meðalaldur gesta nálægt miðöldrun og una flestir í heitum pottum og ræða hátt og snjallt um dægurmál. Fólki líður vel og hagar sér eins og í löngu og notalegu baði.
Sumir byrja á því að synda svolítið. Fínar frýr synda svanasund svokallað, sem er bringusund með hausinn reigðan vel upp úr vatninu til að bleyta ekki vel greitt hárið sem er oft fest upp með spennum og tilheyrandi. Þær eru líka stífmálaðar og púðraðar. Mér finnst rangt að kalla þær hrukkudýr, enda sjást engar hrukkur nema á stuttu færi. (Sjálfur er ég nógu hrukkóttur til að teljast bráðum til hrukkudýra).
Fyrir vikið fara þessar frýr ekki í sturtu áður en gengið er til laugar og snyrtilyfjabrákin á yfirborði laugarinnar er stundum svo mikil að manni verður flökurt og forðar sér upp úr áður en æla bætist við brákina.
Í morgun var svona maddama mér á hægri hönd og vinstra megin var þungskreiður karlmaður sem notar Old Spice rakspíra í ríkum mæli. Hann synti skjaldbökusund og svanasund til skiptis. Hann hafði sniðgengið sturtuna.

Á svona stundum saknar maður stæka klórbragðsins af vatninu.

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Svanasund og snyrtilyfjabrák

  1. Kannast þú ekki við forsetasund sem er þannig að menn synda með höfuðið upp úr til að rugla ekki hárgreiðslunni. Forseti vor syndir þannig sund og þaðan er nafnið komið.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.