Um hógværar kröfur bankamanna í þrotabú

Nú verða launin í Landsbankann sótt
líka Kaupþingi og Glitni.
Um áhyggjur miklar og andvökunótt
yfirmenn bera vitni.

Milljónir nokkrar á mánuði þrá
mikið er erfitt að vera
hættur að aka Hummernum á
og heimsreisur niður skera.

Einkaþotum var líka lagt
leiðindi þess vegna buga
og þar að auki var sumum sagt
að Saga-Class yrði að duga.

Brátt verður fé í bankann sótt
bankamenn kröfur gera
um eina milljón á andvökunótt
sem eðlilegt þykir vera.

Ábyrgð var mikil mönnum á
í milljörðum töldu fenginn.
Bónusa vilja nú feita fá
en fyrir hvað? Það veit enginn.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Um hógværar kröfur bankamanna í þrotabú

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.