Nauðgun húsdýra

Sjónvarpsmennirnir Sverrir og Auðunn hamast nú við að auka áhorf á þátt sinn á Stöð 2. Í þeim efnum er þeim ekkert heilagt. Uppátæki þeirra rata oftast í Fréttablaðið (!) og nýverið var þeim hleypt út í sveit þar sem þeir fengu að fara úr að ofan, enda áhugamenn um eigin nekt, og reka handlegginn inn í endaþarm á kú sem átti að hafa sett upp sælusvip við það. Þetta kalla þeir að taka þátt í sveitastörfum. Tiltækið hefur vakið athygli og til þess er leikurinn gerður. (Í fréttinni er reyndar talað um belju en það er háttur þeirra sem kunna ekki að beygja orð eins og kýr.)

Ég minnist þess ekki að gestir á bæjum í Djúpinu á sjöunda áratug síðustu aldar hafi sóst sérstaklega eftir því að fá að fara út í fjós og afklæðast til að stunda þessa iðju með kúnum. Þeir Auðunn og Sverrir hafa aðrar og kynferðislegri hugmyndir um sveitalíf en tíðkaðist í þá daga. Ég reikna með því að næsta skref þeirra verði að fróa smalahundum og fá að hafa mök við kindur, meðan þeir brosa framan í myndavélina og tala fjálglega um hvað dýrunum þyki þetta gott.

Finnst einhverjum þetta viðbjóðslegt? Skrítið. Þeim félögum finnst það ekki.

Auglýsingar

11 athugasemdir við “Nauðgun húsdýra

 1. „Finnst einhverjum þetta viðbjóðslegt?“ Já, og lágkúrulegt og margt fleira. Horfi reyndar ekki á þetta, er ekki með áskrift en sá þetta einhvers staðar á netinu og hugsaði sem svo, allt er gert til að selja…(sig?)

 2. Athæfi sjónvarpsbjálfanna er viðurstyggilegt dýraplagerí og perraháttur. Hvernig datt bóndanum í hug að leyfa þetta? Dýralæknarnir ættu að athuga hvernig ástatt er með hann og hans búskap.

  Fyrsti apríl mætti renna upp nú og veita Má nokkrum Högnasyni árlegt frelsi til níðkveðskapar. Mætti sá verða rammur, beittur, hornóttur og meinfýsinn í garð kýrserðanna tveggja.

 3. Óskiljanleg hegðun. Undarlegt val á efni til sýningar í sjónvarpi. Held að þessir menn ættu að hvíla sig á sviðsljósinu í nokkur ár. Þeir eru komnir út fyrir allt velsæmi. Og dýrin eiga það skilið að fá að vera í friði fyrir þessum fíflum.

 4. Ég minnist þess ekki að sæðingamaðurinn hafi svipt sig klæðum við verk sitt í sveitinni í gamla daga.

 5. Mér finnst þetta með ólíkindum ósmekklegt. Sá þátt þeirra félaga um daginn þar sem Auddi gekk um í Kringlunni og spurði eingöngu konur um álit þeirra á skyndibitafæði. Hvernig þeim líkaði við þesslags mat. Síðan kom aðal brandarinn þegar hann spurði þær hvað þær vildu fá í píkuna (pítuna). Konurnar sögðu allar sem ein; ha hvað sagðirðu, þá sagði hann óskýrt píkuna/pítuna. Nokkrar höfðu vit á að ganga í burtu með vanlætingarsvip, en aðrar hlógu að meintri misheyrn sinni.
  Er þetta ekki eins lágt og hægt er að leggjast í dagskrárgerð.
  Ég bara spyr.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s