Rakarastofan Kollur

Ég klippi mig sjálfur.
Þegar hár mitt fór að þynnast og kollvikin lögðu af stað í átt að hnakkanum, þótt mér einboðið að snoðklippa mig. Yfirgreiðsla á skallanum kom ekki til greina, enda ákaflega kjánaleg og nægir í þeim efnum að horfa á Dónald Trump. Þar að auki rekst maður stundum á yfirgreiðslumenn í sundi og hangir þá hármassinn niður á öxl eins og dauð rotta en ber skallinn glansar í morgunsólinni.

Í fyrstu fór ég til rakara sem var 2 mínútur að snoða mig og rukkaði 1000 krónur fyrir. Þetta var taxtinn hér í Hafnarfirði. Á hommastofum kostaði þetta 1500. Ég veit ekki hvað þetta kostar núorðið því eftir nokkrar svona heimsóknir, keypti ég mér sláttuvél og hef klippt mig sjálfur. Það tekur enga stund og í gærkvöldi átti ég góða stund fyrir framan spegilinn, dáðist að fallegu höfuðlagi mínu, sem er fjölskyldueinkenni, og snyrti kantana eftir velheppnaðan krúnurakstur.
Kötturinn horfði skelfingu lostinn á mig og forðaði sér. Hann hélt að hann yrði næstur.

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Rakarastofan Kollur

  1. Á Rakarastofunni Kolli væri mánaðarlega spurningakeppni með þátttöku fastagesta. Keppnin nefnist Kollgátan.

    Á stofunni eru kollar á biðstofunni en ekki stólar og þar eru seldar heimaprjónaðar húfur, svokallaðar Kollhúfur.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s