Einfætta járnkonan

Sarah Reinertsen missti vinstri fótinn fyrir ofan hné þegar hún var sjö ára. Hún lét það ekki aftra sér og hefur stundað íþróttir af miklu kappi. Hún er fyrsta konan, sem misst hefur fót fyrir ofan hné, sem lýkur Ironman-keppninni í Kona á Havaí, sem þykir með þeim erfiðustu. Þar þarf að synda, hjóla og hlaupa.(3,8km/180 km/42.2km) Þetta reynist mörgum ófötluðum nógu erfitt en eftir að hafa horft á þetta myndband, hefur maður enga afsökun fyrir hreyfingarleysinu.
Þessi saga tengist Íslandi því Sarah notar gervifætur frá Össuri, hefur starfað að markaðsmálum fyrir fyrirtækið og er kyrfilega merkt því í keppni og utan. Hún kom líka fram í þættinum Amazing Race á Stöð 2 á sínum tíma.

Meðan sófaíþróttir eru í hávegum hafðar og fólk berst fyrir rétti sínum til að rækta sína lífsstílssjúkdóma í friði, er öllum hollt að kynna sér þessa sögu.

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Einfætta járnkonan

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s