Búhnykkur og túnikkur

Eftir málfarsfjas gærdagsins er einboðið að halda áfram á sömu braut og rýna í bakþanka Fréttablaðsins í dag. Hin glaðbeitta skáldkona, Gerður Kristný, flettir barnafatabæklingi og staldrar við orðið „túnikka“.
Í huganum hvarf ég vestur í Djúp og hlustaði á mömmu og systur mínar velta fyrir sér kaupum á „túnikum“ fyrir sumarið. Þetta var á miðjum sjöunda áratugnum og Hagkaup þjónaði okkur sveitalubbunum með myndskreyttum pöntunarlistum. Mig minnir að mamma og systurnar hafi pantað stórrósóttar eða gardínuröndóttar „túnikur“, sem bæði mátti nota við heyskap og á mannamótum. En þetta er útúrdúr.
Í bakþönkunum fer Gerður vítt og breitt og kemst að þeirri niðurstöðu að neytandinn verði að skilja það sem við hann er sagt og því geti „barnafataverslun orðið fyrir búhnykk að nota orðið „túnikk“. (M.ö.o, að verslunin tapi á því að nota orð sem fólk skilur ekki.) Búhnykkur merkir hins vegar ekki tjón eða skaða, heldur búbót, búsílag, góðan feng og er góðum bændum gleðiefni.
Það getur hent alla að nota orð í rangri merkingu. Dæmi um það er orðið vonarpeningur sem sumir notuðu um formann Framsóknarflokksins, þegar hann birtist á stjórnmálasviðinu og töldu hann vonarstjörnu flokksins. Þeim hefði verið nær að líta við á vefsetri SVP.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s