Náttskinn og dagskinn

Þegar elstu barnabörnin voru yngri, taldi ég þeim trú um að heimiliskötturinn færi alltaf úr dagskinninu á kvöldin og smeygði sér í náttskinnið áður en hann gengi til náða. Að morgni væri hann jafnan eldsnöggur að skipta um skinn eftir morgunverðinn. Þetta fannst þeim mjög spennandi og ræddu skinnskipti kattarins í þaula meðan þau fóru í náttfötin sín í gistiheimsóknum.
Nú eru þau nokkrum árum eldri og vita betur, en gera afa sínum það til geðs að halda sögunni á floti, því sá yngsti þarf að fá að taka þátt í þessu litla ævintýri hversdagsleikans.

Meðan ég hjálpaði kisa að klæðast dagskinninu í morgun og þurrkaði af honum regndropana, varð til þessi tástagaða vísa.

Hratt er gott að klæða kött
kattar þerra skottið vott
Glottir breitt með glæstan hött
glettinn semur rottuplott.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s