Mæjónesdrottning undir fölsku flaggi

Öðru hverju fá blaðamenn DV eitthvað fyrirbæri á heilann og er þá ekki flóafriður fyrir umfjöllun um það. Maður getur treyst því að fá reglulegar fréttir af uppátækjum erlendra kvikmyndastjarna og undanfarna daga hefur varla þverfótað fyrir fréttum af skáldkonunni Kleópötru Kristbjörgu. Hún er jafnan kölluð mæjónesdrottingin, sem á sennilega að vera fyndið, eins og athugasemdir hennar við fréttir DV.
Ég hef mikið dálæti á Kleópötru og les reglulega í bók hennar, Hermikrákuheimi, mér til andlegrar upplyftingar. Þess vegna sárnar mér þessi upphafning DV á fyrirbæri sem er greinilega ekki Kleópatra, heldur sennilega einhver blaðamaður á DV, sem hefur stofnað Fésbókarsíðu í hennar nafni.

„Kleopatra Kristbjörg00:30
Ó, ég gleymdi einu áður en ég fer! Óli grís, hittumst svo bara í kirkjugarðinum og elskumst á leiðinnu hennar langömmu! Bæ, bæ, ég er farin!
Kleopatra drottning kokteil hristari og jarðskjálfta skópari.“

Þetta litla dæmi sýnir að sá sem þykist vera Kleópatra, stendur henni langt að baki í stílfimi. Við sem kunnum að meta kjarnyrta samfélagsrýni hennar, sjáum í gegnum þessa hermikráku.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Mæjónesdrottning undir fölsku flaggi

  1. Já hún er undarleg þessi hjakkhneigð DV. Ég man þá til þegar Aron Pálmi gat ekki farið að pissa án þes það birtist um það frétt í blaðinu.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s