Heimkoma eða útferð?

Út er komin bókin Heimkoman eftir Björn Þorláksson á Akureyri. Um hana segir í kynningu:

„Björn var í hópi karlmanna sem hafa fram til þessa metið mannvirðingar sínar í störfum utan heimilisins og fannst honum því vegið að karlmennsku sinni og fleiri gamaldags gildum þegar hann missti vinnuna. Maðurinn sem hafði þrifist best í beinum útsendingum þurfti nú að hundskast inn á heimilið og taka þar upp framandi iðju líkt og að annast ársgamalt barn sitt allan daginn, sjá um uppvaskið, þvottinn, sálusorgirnar, tengslin, baksturinn, bleiuskiptin, fjölskyldusamskiptin gervöll og allt það sem „alvöru“ karlmenn forðast eins og heitan eldinn.“

Fyrir nokkru sá ég viðtal við Björn í Kastljósi og skaust síðan fram í eldhús til að líta á dagatal og staðfesta að árið væri 2009. Ég hélt sannast sagna að svona frásagnir tilheyrðu gamalli tíð og menn á mínum aldri og yngri kynslóða hefðu fyrir löngu skafið af sér ranghugmyndir og karlpungahroka. Ég sá ekki betur en Björn væri amk áratug yngri en ég og velti fyrir mér hvernig starfandi fréttamaður hefði getað lokað sig frá einni hlið þjóðfélagsumræðunnar í svona langan tíma.
En auðvitað samfagnar maður öllum sem sjá ljósið og færa niðurstöður sínar í letur. Þó má velta fyrir sér hvort bók konu sem heldur út á vinnumarkaðinn, fengi svipaða umfjöllun, og þætti álíka tímamótaverk.

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Heimkoma eða útferð?

  1. Ég hef orðið vör við hreint ótrúlega „hefðbundin“ (karlpungagamaldags) viðhorf hjá fólki sem er 10-15 árum yngra en ég, þegar kemur að heimilisstörfum og þá sérstaklega barnauppeldi. Hélt einhvern veginn að jafnrétti myndi aukast smátt og smátt en það gerir það sennilega ekki ef fáir nenna að vinna í því.

  2. Segi það með þér, samfagna þeim sem kveikja á því að „fjölskyldusamskiptin gervöll“ eru það sem skipta máli. Meginmáli. En ég er ekki eins hissa og þú á því það séu enn til þeir sem eru enn í myrkri rembunnar og missa þar af leiðandi af öllu þessu skemmtilega og varanlega. Veit nefnilega um þó nokkra, allt frá tvítugsaldri og uppúr. En, þeim verður ekki breytt, rétt eins og höfundur umræddrar bókar þurfa þeir að reka sig á sinn eigin vegg. Vonandi gerist það fyrr en seinna.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.