Leiddist skógræktin…

Ég gleymi seint aðfangadagskvöldinu þar sem ég sat uppi með fjögur eintök af Höfundi Íslands. Hún var auglýst til að verða metsölubók og var það sennilega fyrir jólin, áður en farið var að skila. Ég skipti þremur eintökum og gerði heiðarlegar tilraunir til að lesa það fjórða. Þegar ég var nær dauða en lífi úr leiðindum í janúarbyrjun, var bókin tekin af mér með valdi og sett upp í hillu. Síðan hef ég ekki lokið við bók eftir HH.
Nú eru margar bækur auglýstar ákaflega, sumar jafnvel áður en þær koma út, eins og ævisaga Gylfa Ægissonar, og langt er síðan reynt var að vekja væntingar eftir ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur með óljósum fyrirheitum um óvæntar upplýsingar. Í Mbl. í dag er upplýst að hún hafi viljað hætta 4 árum fyrr og að síðasta kjörtímabilið hefði verið henni erfitt. Mér brá svo mikið við þessa uppljóstrun að mér svelgdist á morgunkaffinu. Þetta var bomba. Eða boba, eins og Bubbi Morthens segir stundum.
Snjall auglýsingamaður hefði viðrað eitthvað bitastæðara til að vekja athygli á bókinni. Mínar heimildir herma að Vigdís hafi iðrast þess alla tíð að hafa plantað fyrsta birkitrénu og upphafið skógrækt. Eftir það hafi hún ekki fengið flóafrið fyrir trjám hvarvetna sem hún kom. Ég get vel skilið hana vorið 1992 þegar hún sá fram á fjögur ár í viðbót af trjáplöntum og gróðursetningu hist og her um landið. Ég hefði sagað af mér fótinn.
Á myndinni sést Vigdís horfa örvæntingarfull til himins. Þarna var hún á vegum bílaumboðs og fannst sennilega mælirinn löngu yfirfullur.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s