Klámvæðing umræðunnar

Morgunblaðinu hefur bæst liðsauki í klámspekingnum Sverri Stormsker sem skrifar laugardagshugvekju. Líkt og ótaminn smalahundur hælbítur hann þá sem honum er sigað á og sést hvergi fyrir í þeirri bjargföstu trú að hann sé bæði fyndinn og orðheppinn. Engum bregður þótt hann drulli yfir forsetann, því það þóknast morgunblaðsmönnum alltaf vel, og á slík skrif verður aldrei lokað þar á bæ, þótt aðrir séu settir út af sakramentinu.
Annar ritstjóra Mbl. veiktist alvarlega á sínum tíma. Ekki minnist ég þess að hann hafi verið hafður að háði og spotti fyrir vikið. Veikindi annarra þykja hins vegar efni í útúrsnúninga og illgirni eins og hér sést í niðurlagi hugvekju Sverris.
Ég veit ekki hvað þetta er sem hún er með í höfðinu, en ég óska henni góðs bata þó hann sé ekki beint sýnilegur. Mitt síðasta verk væri að gera grín að veikindum fólks, en þegar einhver
sagði mér að Imba Solla væri með eitthvað í hausnum þá sagði ég að það gæti bara ekki verið. Ég tryði nú ekki hverju sem væri. Hún væri jafn tóm og vasar almennings.

Ef marka má þessa klámstefnu Mbl., fær Ron Jeremy að skrifa Reykjavíkurbréfið fyrir jólin.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Klámvæðing umræðunnar

  1. Jamm. Las þetta í gær á leið RVK-EGS (sé annars ekki þetta blað lengur) og mér ofbauð þessi pistill. Það hefur eflaust verið hlegið í ritstjórastólnum.

  2. Svona skrif dæma sig sjálf, en ömurlegt er að vita til þess að Mbl sjái ekki sóma sinn í að finna annað efni í blaðið.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s