Ísdrottning með blöðrubólgu

Áhugamál vinsælustu konu Íslands (þetta er hennar mat) eru í stíl við viðurnefnið sem er um leið vörumerki hennar. Í þessu telur hún sig besta:
„Í mörgun hlutum, eins og að byggja snjókall á bikiní, að synda nakin í jökullóni, að sitja fáklædd fyrir í frosti og að stunda kynlíf í snjóhúsi.“
Þessi iðja er öll frekar kulsæl og helsta vandamál Ísdrottningarinnar hlýtur að vera blöðrubólga. Best að óska henni góðs bata. Þangað til má mæla með svellþæfðri ullarbrók.

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Ísdrottning með blöðrubólgu

  1. Það væri kannski sniðugt að halda einhverntíman þríþraut hér á landi í janúar. Hún gæti heitið Snjókarlinn og þar gæti Ásdís leitt keppendur í sundhluta þrautarinnar yfir eins og eitt jökullón, enda stendur hún öllum framar þegar kemur að því að synda nakin í slíku lóni.

  2. Ég veit reyndar af vetrarþraut í Alaska þar sem fyrst er hlaupið á þrúgum, síðan gengið á skíðum, svo er hjólað til byggða og endað á 1500 metra sundi. Í heitri laug. Alaskabúar eru greinilega ekki eins mikil hörkutól og Ísdrottningin.

  3. Ég verð að játa að ég smellti ekki á tengilinn fyrr en rétt í þessu. Ég hélt að málið snerist um Kleópötru majónesdrottningu og skildi ekkert hvaða Ásdísi Máni var að tala um. Hvernig á maður að henda reiður á öllum þessu drottningum? Majónesdrottning, ísdrottning…ætli það séu ekki einhverjar sjálfskipaðar pylsudrottningar og súkkulaðidrottningar líka?

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s