Svolítið um siðareglur

Meðan ég smjattaði á plokkfiski og rúgbrauði, heyrði ég talsmann KSÍ fara undan í flæmingi í útvarpsviðtali vegna stóra næturklúbbsmálsins og hafði hann það helst að segja að stjórnin ætlaði ekkert að gera, annað en að stofna starfshóp um nýjar siðareglur KSÍ. Eflaust verður í þeim mjög ótvírætt ákvæði um að ekki megi nota greiðslukort KSÍ á næturklúbbum, nektarstöðum, nuddstofum og helst ekki undir miklum áhrifum áfengis. Önnur ákvæði brýna fyrir fólki að vera landi og þjóð til sóma. Þetta er ekki flókið og meðan ég sleikti diskinn og gaf kettinum að smakka, lágu siðareglurnar fyrir. Einboðið er að senda KSÍ afrit af þeim í fyrramálið og spara sambandinu langa og leiðinlega þrasfundi í starfshópnum.
Meðan við kisi stönguðum úr tönnunum (aðallega ég) mundi ég eftir fundi í tannlæknafélaginu sem mér var sagt frá endur fyrir löngu, á skokki út með Álftanesvegi. Skokkfélagi minn var á leið á áríðandi fund þar sem lá fyrir breytingartillaga á siðareglum tannlækna þess efnis að tannlæknar mættu ekki eiga í kynferðislegu sambandi við sjúklinga sína. Þetta fannst tannsanum mínum reyndar svo sjálfsagt mál að ekki þyrfti siðareglubreytingu.
Viku síðar hittumst við og aðspurður sagði hann að tillagan hefði verið felld. Hvort það gæfi tannlæknum almennt veiðileyfi á sjúklinga, vissi hann ekki, en taldi mér óhætt að mæta í stólinn hjá sér til viðgerða.
Hér átti að koma spekingsleg niðurstaða að hætti þungavigtarbloggara, en þar sem við kötturinn þurfum að vaska upp frekar fyrr en síðar, verður nú staðar numið.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s