Klám fyrir börn?

Fyrsti dagskrárliður eftir fréttir og dægurmál sjónvarpsstöðvanna um helgar er oftast barnvænn. Disney-myndin á RÚV bregst aldrei með hvítskúrað PR efni og ef hundur er í aðalhlutverki er yngri kynslóðin sátt. Í gærkvöldi gættum við barnabarnanna (6 og 9 ára), sem tilkynntu okkur að þeim þætti Marteinn skemmtilegur og vildu endilega horfa á hann yfir ísnum. Marteinn var auðvitað drepfyndinn, eins og allir vita, og þema kvöldsins var samkynhneigð. Allt í sómanum með það, enda eru meðvituð börn með pálóskarinn á hreinu.
Þeim þótti homminn fyndinn, enda velskapaður bíóhommi, hæfilega ýktur og tilgerðarlegur. Þegar kom að bakréttingaratriðinu fór hláturvélin á fullt og þau hlógu með en skildu grínið ekki alveg. Við sluppum við áleitnar spurningar, og einnig eftir lokaatriðið þar sem Marteinn hugsaði upphátt um ævintýri unnustu sinnar með annarri konu. Að þættinum loknum var einboðið að drífa börnin í bælið og segja þeim sögur af músasystkinunum í móanum í Vallarbyggðinni.

Ég sá um kynfræðslu í mínum bekkjum á skólaárunum undir formerkjum tillitssemi og hreinskilni. Þrátt fyrir mýmörg tækifæri fór umræðan aldrei langt á verklegu nótunum, enda lítil spurn eftir þeim. Kannski er þetta merki um hækkandi aldur minn og vaxandi tepruskap um leið, en mér fannst grínið frekar gróft í gær og varla við barna hæfi. Þar með er stutt í klámið. Það, eins og allir vita, er ekki fyrir börn.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s