Engar íþróttafréttir?

Fyrsta íþróttafrétt beggja sjónvarpsstöðvanna í gærkvöldi var „ef“ frétt. Hún fjallaði um þann hræðilega möguleika að enskt knattspyrnulið kæmist hugsanlega ekki áfram í meistaradeild Evrópu. Undanfarin kvöld hefur ekki verið komist hjá fregnum af meiðslum leikmanna, vangaveltum um liðsskipan og klisjukenndum ummælum knattspyrnustjóra. Að þessu loknu er fjallað meira um knattspyrnu. Síðan handbolta.
RÚV auglýsir núna ákaflega að fyrirtækið þjóni fyrst og fremst hagsmunum eigenda sinna. Ég efast um að meirihluti þeirra sé svo boltasjúkur að hann þurfi allar þessar upplýsingar, sem eru þar að auki tiltækar í íþróttakálfum beggja dagblaðanna og á Netinu.

Mikið má Bjarni Fel hafa á samviskunni að hafa komið ensku knattspyrnunni í íslenskt sjónvarp.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Engar íþróttafréttir?

  1. Það er rétt, þetta er verulega pirrandi. Eins má ákveðinn íslenskur golfari varla prumpa nema um það sé fjallað. Ég örvænti ekki, því norsku, sænsku og þýsku stöðvarnar sýna frá skíðaskotfiminni, sem er eina íþróttin sem ég nenni að fylgjast með. Og heimsbikarmótið byrjar í næstu viku! Sjá http://www.biathlonworld.com.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s