Dítoxjólakvæði á gjafabréfið

„Nú máttu eta á við þrjá
afvelta liggja og væla
alltaf á diskinn aftur fá
við útþaninn kviðinn gæla.

Kílóin mæta eitt og eitt
ekki sést lengur í tólin
eðlilegt að svona flykki feitt
fylli hægindastólinn.

Varastu alfarið útivist
íþróttir hugann glepja
miklu betri er matarlyst
mikið að slafra og lepja.

Ef fyllirðu út í fötin þín
og finnur að saumar bresta
áfram borðaðu eins og svín
eftir er ráðið besta.

Átið er búið og eftir jól
annað og betra við tekur
er Jónína mundar mikið tól
og mjúklega í þig rekur.“

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Dítoxjólakvæði á gjafabréfið

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.