Ríma af Tiger Woods

Ævintýri Tigers Woods eiga heima í sömu hillu og Bósa saga og Herrauðs. Hjákonum og viðhöldum fjölgar daglega og hermt er að á Íslandi leynist ástkona hans.  Nýjasta uppákoman snertir tengdamóður hans. Hér er efni í rímu og eru framlög lesenda vel þegin eins og áður.

Tiger fer á mannamót
mætir konum víða.
Kann að sýna kylfuhót
káfa á þeim og….  bjóða þeim í gönguferð um golfvöllinn.

Tiger herðir tólin sín
telur holur vallar.
iðulega upp á „grín“
yngismeyjar spjallar.

Utan vallar aldrei frí
alltaf mikið fútt er
því Tiger hittir holur í
þó hafi engan pútter.

Tiger vítt um teiga fer
-tæknilegt er kerfið
því að viðhaldsvinnan er
voðalega erfið.

Elín fór og annað varð
óhapp fyrir skömmu
í næturhúmi soltinn sarð
sína tengdamömmu.

Sjúkrabíllinn sótti frú
sú var illa farin.
Tiger er víst aleinn nú
eins og rakki barinn.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Ríma af Tiger Woods

 1. Tiger – snjalli teigagrér
  talinn mikið hönk er
  en sambandið við Elínu er
  alveg úti í bönker

 2. Oft um nætur erting fann
  æsist svartur delinn
  að konu sinni hvíslar hann:
  „Kiss my penis, Elin.“

 3. Ætli Tiger taki hlé
  um tíma þó gamanið kárni?
  Keyrði fast á fjögur tré*
  og fleyg- með kláraði -járni**

  (* 4tré er „trékylfa“ með talsverðum fláa á haus – algengastar eru 1, 2 og 3 tré)
  (** Fleygjárn er notað til að koma sér upp úr sandgryfju)

 4. Kúlur fægir. Kylfu grípur.
  Kappinn er til reiðu búinn.
  Hola átján. Hveljur sýpur.
  Hetjan er að verða lúin.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s