Farsími í vöggugjöf

Meðan ég tíni saman vísur um Tiger Woods er tímabært að minnast á þýðingarós gærkvöldsins.
Heimilisfólkið og kötturinn horfðu á fyrsta þátt í spennumyndaflokki á RÚV eftir tíufréttir. Óléttar konur voru áberandi í þættinum og snemma var eiginmanni einnar þeirrar afhentur poki með bangsa og farsíma (mobile), eins og fram kom í skjátexta, og átti hann að færa framsettri konu sinni gjafirnar.
Bangsinn var auðskilin gjöf en ekki farsíminn. Börn hafa lítið við slíka gripi að gera. Enda kom í ljós nokkrum mínútum síðar að um var að ræða óróa. Það leyndi sér ekki því gripurinn var tekinn úr pokanum og skoðaður. Þar sem þýðandinn textar þáttinn sjálfur, á hann að koma auga á svona villu. Svo var þó ekki. Aftur var rætt um farsímann handa ófædda barninu síðar í þættinum.
Ef svo heldur sem horfir, vona ég að nýfædda barnið fái að nota símann til að hringja heim af fæðingadeildinni. Annars verður óróinn að nægja.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.