Ríma af Tiger Woods -Annar hluti:

Hinn þeldökki eða elgtanaði kylfingur, Tiger Woods, eða Tígur Hlynur, eins og hann heitir í fyrstu vísunni, var mörgum hugleikinn í dag. Þar sem ekki er gefið að þeir sem kasta einhverju frá sér á Fésbók, vilji að það fari víðar, birti ég ekki framlög annarra nema með sérstöku leyfi viðkomandi. Undantekningar eru höfundar sem ég tel mig nógu tengda.

Fyrsta vísan varð til eftir fyrripart frá bífalningsmanni í ónefndri stofnun hér í bæ.

Tengdamóðir Tígurs Hlyns
tínir af sér spjarir.
Kólfinn strýkur kylfuprins
á konu æstur starir.

Opnar munninn eftir bið
innir: „Kæra mútter,
viltu kannski koma við
kylfu mína og pútter?“

Áfram var haldið að leika golfið.

Mörgum þykir Tiger töff
tengdamóðurfari.
Er nú kominn út í röff
með Elínu undir pari. (PÁÁ)

Fram kom að móðir Parísardömunnar hefði þungar áhyggjur af framferði Tigers. Hennar framlag var bundið í rím á þennan hátt:

Kvelst nú móðir Kristínar
kunni vel að meta
negra sem um næturnar
neðan mittis feta.

Heimavinnandi húsmóðir í Norðurmýri nefndi hárreyttar konur (að vísu með ópenna orðalagi).

Reitir æstur af þeim hár
einnig tætir spjarir
þær fella yfir Tiger tár
en tengdamamman hjarir.

Um vandræði Tigers í kvenmannsleysinu var bent á þetta:

Á golfvelli má greina mann
sem gengur afar stinnur
út um flatir eigrar hann
en enga holu finnur.

Víða utan vallar golf
vaskur holur taldi.
Hjá Ellu og Tiger fór allt á hvolf
út af framhjáhaldi. (PÁÁ)

Þegar ferskeytluformið þótti fullnýtt, var gripið til annarra bragarhátta.

Ekki verður hann vanaður
af vífum er gjarna manaður
þær vilja mann
vænan sem hann
sem verulega er tanaður.

Skógarbóndi á Agureyri reifaði almennt vandamál Tigers og kastaði fram spurningunni um hið fullkomna líf.

Tiger er merkismaður
mikið á hann af fé
með kylfu kátur og glaður
kúlu leggur á té
varla nægir eitt víf
úti ákafur ríður
ósköp í liminn svíður.
Er þetta fullkomið líf?

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Ríma af Tiger Woods -Annar hluti:

 1. Einn er úti á velli
  yli húsa fjær
  brúnum veifar belli
  blámaður og hlær
  kvelur kvenmannsleysið
  kúluparið þanið,
  ekki er ýkja beysið
  afreksnegrans planið

  Golfarinn er graður
  gleymir spúsu fljótt
  glepst sá góði maður
  girnist kvenna gnótt
  otar augum stórum
  allar vill þær gilja
  Ekki er í hans órum
  að Elín senn vill skilja

  Tiger hefur talið
  – tæpitungulaust-
  mærir meyjavalið
  mjúkri drengjaraust
  berar brúnleitt slátur
  býður þeim að kyssa
  drukknar dómgreind missa
  djarfar baldintátur

  Golfarinn á grínið
  grýtir konukind
  girndin grípur svínið
  gríðarleg er synd.
  Tekur kippi tíða
  Tiger ólmast lætur
  Einn er úti að ríða
  Elín heima grætur

  Elting ill nú fæðist
  yfir skyggir él
  lúmskur snápur læðist
  ljótri beitir vél
  Frúin heima fögur
  finnur í síma pár
  klæmnar kærleikssögur
  konan fellir tár

  Mædd á mannsins táli
  mælir Elín grimm
  Finn nú fyrir stáli
  fær sér kylfu fimm.
  Holu að fara í höggi
  hugsar frúin fín
  sveiflar yfir skröggi
  stóðlíf hefnir sín

  Tengdamamma tárvot
  Tiger tekur næst
  Einhver voru atlot
  en engin skýring fæst
  Elín víkur ekki spönn
  eflaust bætur fær
  glottir táta keik við tönn
  Tiger inn að skinni flær

 2. Mér skilst að þessi knappa vísa um vandræði Tægers sé eftir Hjálmar Freysteinsson lækni á Akureyri. Sérstaka athygli hlýtur að vekja íslenskun hans á nafni kappans.

  Trúlega hefur Tígur Viðar
  tafið mest.
  Í holur milli hnés og kviðar
  hittir best.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s