Álftnesingavísa

Það er súrt að vera Álftnesingur núna en bæjarfélagið hefur aðallega verið í fréttum fyrir óstjórn í bæjarstjórninni, endalausar þrætur um hvort byggja megi fyrir framan stofugluggann hjá fyrrverandi forseta bæjarstjórnar og stjórnarskipti þar eru tíðari en á nærbrókum.

Þegar ég gerðist aðfluttur andskoti hér í bæ, fannst mér Álftanesið sérkennilegt fyrirbæri. Þá gekk ekki strætisvagn þangað, enda áttu allir að eiga bíl sem þar bjuggu. Þar var ekki verslun og er ekki enn, nema hvað þarna er vegasjoppa eins og í Súðavík og Bíldudal. Vöruúrvalið eins og á Kópaskeri.

Lengi vel börðust rótgrónir Álftnesingar á móti almenningssamgöngum þarna en urðu loks að draga úr útúrboruhætti sínum. Þeim bauðst að sameinast Garðabæ en vildu það ekki. Eflaust hefur einhverjum sviðið að heyra bæjarstjórann í Garðabæ tala um Álftnesinga eins og niðursetning sem þyrfti að taka að sér, helst án skuldabaggans.

Núna finn ég til með Álftnesingum eins og við má búast af aumingjagóðum manni. Það er í anda við áðurframkomna sleggjudóma mína að ég fann bara eina vísu um bæjarbúa. Hún er ófögur.

Álftnesingur úti liggur og aldrei sefur
dregur meira en drottinn gefur
dyggðasnauður maðkarefur.

Höf. óþekktur.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Álftnesingavísa

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s