Morgunsálmur fyrir köttinn

Ófullur reis ég rekkjunni úr
reikaði fram og snýtti
kettinum eftir kvefaðan lúr
kampana saman hnýtti
náttskinnið hengdi á herðatré
herti á lausum skrúfum
eins og við gerðum við erfitt fé
í árdaga vestur í Þúfum.

Dúðað í loðið dagskinn fór
dýrið hosur að reima
í móunum ómaði kattakór
kannski er einhver breima
út í náttmyrkrið skjótur skaust
skemmtun að morgni lokkar
mikið er dýranna lífið laust
við leiðindavesenið okkar.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.