Óskar og Stebbý – þriðji hluti

Spennan var áþreifanleg þegar jólakortastaflinn var tekinn til opnunarmeðferðar. (Hér er íþróttafréttaklisju slengt saman við nútíma skrúfyrði).  Gleðin náði hámarki þegar opnað var skrautlegt, fjölfaldað kort, í gullfóðruðu umslagi. Það var frá Óskari og Stebbý.

Þriðju jólin í röð fáum við kort frá þessu ágæta fólki sem býr suður með sjó. Nú eru þrjú börn á myndinni og hefur ungbarnaspikið runnið ágætlega af þeim. Þarna er líka rammhýr jólasveinn og við erum ávörpuð með hlýju. Við erum „Kæru vinir“ og okkur er þakkað fyrir „allar skemmtilegu stundirnar á árinu sem er að líða og sjáumst hress á nýju ári.“ Okkur þykir verst að muna ekki eftir þessum stundum en hlökkum auðvitað til að hitta Óskar og Stebbý á nýja árinu og telja börnin þeirra.

Við flettum upp í tiltækum skrám á netinu og komumst að því að þau búa bæði í Grindavík. Ekki á sama staðnum. Þau hafa ekki sama lögheimili. Um þá staðreynd mætti segja ýmislegt en nú eru jól og allir jákvæðir. En ef við gerum okkur ferð til Grindavíkur er okkur sá vandi á höndum að vita ekki á hvorn staðinn er betra að fara. Býr Óskar hjá Stebbý eða Stebbý hjá Óskari? Þar er efinn.

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Óskar og Stebbý – þriðji hluti

  1. Það var dásamleg jólasaga að lesa í gegnum færslur þínar gegnum árin af Óskari og Stebbý. Hafðu þökk fyrir það. Textinn í ár er jafn fínn og árin á undan, þó undarlegur biturleiki leynist milli lína. Það er þó eflaust oftúlkun mín.

    Á sama tíma í fyrra ákvaðst þú alvarlega að hafa samband við þau hjónin. Þykir mér vanta í textann skýringu á því hvernig þau samskipti gengu fyrir sig.
    Ef þú hafðir engin samskipti við þau eða illa gekk að leita upp á þeim, langar mig einnig að vita hvort þú hyggst gera aðra alvarlega tilraun til að hafa upp á þeim.

    Ég er nokkuð spenntur yfir þessu máli og vonast til að þú fylgir þessu nú eftir og klárir það. Hvernig stendur á því að Grindarvíkur-Óskar og Stebbý senda ykkur jólakort?

  2. Þetta mál var rætt í stórfjölskyldunni í dag yfir hangiketi og meðlæti. Þykir mörgum sem þau Óskar og Stebbý séu betri í fjarlægð og var ég lattur til að hitta þau holdi klædd. Ef ég geri það, fæ ég aldrei aftur kort frá þeim.
    Enn finnst mér þetta fyrst og fremst fyndið og góð lexía fyrir þá sem senda fjölfaldað jólakort. Það á ekki alltaf jafn vel við.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s