Rímur af Hálfdáni Brönufóstra

Þessar rímur  kvað Jón Gottskálksson veturinn 1896 og voru þær prentaðar tæpum áratug síðar. Efnið er Hálfdán Brönufóstri sem hér má lesa um, mikill kappi, eins og títt er um hetjur slíkra sagna. Jón er sextugur þegar hann kveður rímurnar og byrja þær allar á stuttum mansöng, þar sem hann fjallar um tilurð þeirra og rímbasl sitt. Hér er sýnishorn úr fyrstu rímu:

Þó að vanti þrekið til
þetta vil ég reyna
unga fyrir baugabil
bagla rímu eina.

Var hún mér í mörgu vel
miðlaði háttum góðum
gáfuð best með glaðvært þel
gaman hafði að ljóðum.

Líka af mér linda slóð
lærði marga bögu
og hvatti mig að yrkja óð
út af Hálfdáns sögu.

Jón kann líka innrímslistir. Hér er fjallað um sundfimi Hálfdáns.

Hálfdán mundi herða sund að nýju
lék þá snjallur lista mann
leiki alla sem hann kann.

Ullur spanga eftir langan tíma
af svanapalli svam til lands:
sundlist allir prísa hans.

Ég er búinn með Svörtuloft og Alltaf sama sagan en þess á milli kveð ég rímur fyrir köttinn. Hann er hættur að stinga skottinu í það eyra sem nær mér er.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s