Andlátsfregn

Í fyrradag, um kvöldmatarleytið, birtust krossar á fésbókarstatus fólks sem ég er tengdur. Fljótlega fylgdu frekari upplýsingar. Þriðji maðurinn í umferðarslysinu, 18. desember, var látinn.  Ekki verður annað séð en nokkrum mínútum eftir andlátið hafi verið stofnuð þessi fésbókarsíða í minningu hans.

http://www.facebook.com/group.php?v=wall&ref=ss&gid=218047455325

Í þessum hópi eru núna um 2600 meðlimir. Engir stjórnendur eru skráðir. Ekki verður séð að síðan sé á vegum ættingja hins látna. Í innleggjum mótmæla nokkrir síðunni, telja hana í óþökk aðstandenda og skora á fólk að skrá sig af henni. Víðar á netinu hef ég séð að sumum þyki nóg um framtak þetta. Aðrir telja sig vera í fullum rétti. Dæmi um slíkt er þetta svar fylgismanns síðunnar. Þar mælir unglingsstúlka af Suðurnesjum:

„gaur!! þetta var frekar sorgleg og fucked up ræða hja þer kallinn 😉 …en við sem almenningur meigum við og höfum rétt a þessu þar sem engin kæra eða formenn facebook hefur lokað þessari siðu,. 😉 😉 en eg meina þu hefur allveg rétt a þinu málfrelsi,.en þar sem þu ert á móti þessari siðu,. þa skaltu bara ekked vera að fylgjast með hvað er i gangi hérna,.og bara ekki vera að skifta þer af ;);) ;*“

Í dag birtist loks formleg tilkynning á netmiðlum.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.