Ólafur og Ísbjörg 2. ríma

Árið komið alveg nýtt
illt er þjóðar sinni.
Samt er Óla ansi hlýtt
undir gæruskinni.

Við Bessastaði beðið er
blátt er tungl á kveldi.
Meðan Óli ekur sér
undir loðnum feldi.

Kyndlar brenna hist og her
hart er feldi undir
þar sem Óli unir sér
allar dagsins stundir.

Skoðun hafa allir á
Ólafs mikla veldi
meðan Ísbjörg honum hjá
húkir undir feldi.

Útrásina áður fyrr
útlendingum seldi
um hann núna stendur styrr
stynur undir feldi.

Ferli lýkur forsetans
fáu ljúka náði.
Bráðum verður veldi hans
varla neitt að ráði.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s