Að græða á boltanum

Ekki þurfa allir að borga fyrir umfjöllun, sbr. færsluna hér að neðan.

KSÍ og HSÍ hafa umtalsverðar tekjur af sýningum á knattspyrnu og handbolta í skjámiðlum.
KSÍ gerði góðan samning við fyrirtækið SportFive sem gefur sambandinu um 500 milljóna tekjur á 2 árum. Um hann má lesa hér á fotbolti.netog hér á vefsvæði KSÍ.
Þrátt fyrir þennan góða samning og ótal sýnda leiki er Geir Þorsteinsson ekki ánægður og segir: „RÚV hefur hinsvegar nýtt rétt sinn mjög illa...“ Gaman væri að heyra hljóðið í honum ef hann sæti við sama borð og við í almenningsíþróttunum.

Ekki fæst uppgefið á RÚV hvað fyrirtækið borgi fyrir sýningar á knattleikjum og sagði forsvarsmaður íþróttadeildar að það væri trúnaðarmál. Það heitir á mannamáli að mér komi það ekki við. Annars var forsvarsmaðurinn ákaflega viðræðugóður, sem og íþróttafréttamaður sem ég hitti á föstudagskvöldið fyrir tilviljun.

Í auglýsingum hefur RÚV bent mér á að ég sé einn af eigendum fyrirtækisins og njóti umtalsverðra réttinda fyrir vikið. Þess vegna vil ég vita hvað íþróttadeild má verja miklu fé til kaupa á efni og hvernig þetta fé skiptist milli greina.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Að græða á boltanum

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s