Játningar jaðarmanns

Ég man enn eftir síðkvöldi fyrir mörgum árum þegar ég kom hálfheyrnarlaus heim úr Krikanum. Þá var meistaraflokkur FH í handbolta að keppa við þýska stórliðið Wallau Massenheim í Evrópukeppni og á heimaleiknum var troðfullt upp í rjáfur og hávaðinn gífurlegur. Ekki þurfti trommur, lúðra og flautur því mannsröddin dugar ágætlega og stemmningin var gífurleg. Þá hafði ég gaman af að horfa á handbolta.

Í sex ár fylgdist ég með öllu í enska boltanum, vinnu minnar vegna, las, þýddi og lagði á minnið, horfði á leiki. Svo keypti Skjár 1 boltann og þá var eins og slökkt væri á áhuganum. Hann fjaraði út og ég hef ekki enst til að horfa á heilan leik síðan. Þá hafði ég gaman af að horfa á knattspyrnu.

Ég hef engan áhuga á að vera fúll á móti þessa dagana, neikvæður eða hrokafullur, vil gjarna gleðjast með glöðum og sjá það jákvæða í tilverunni. Það gengur ágætlega þegar maður leggur sig eftir því. En handboltaáhugann skortir gersamlega og þótt ekki hafi farið fram hjá mér á morgunskokkinu með góðum félögum að í dag er Leikurinn kl. 13.00, efast ég um að kveikt verði á sjónvarpi hér á bæ.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s