Samkeppni dauðans

Fréttablaðið birtir í dag tvær minningargreinar. Mogginn hefur einokað dánarmarkaðinn að þessu leyti og spunamenn sjá í þessu upphaf á samkeppni þessara prentmiðla, vitna í mikinn þrýsting á Fréttablaðið og láta eins og þetta marki tímamót. Fyrir þá sem njóta þess að lesa mismunandi gott sorgarklám, er það vissulega rétt.

Lengi hefur Mogginn burðast með þá skyldu að ráðstafa ákveðnum síðufjölda fyrir syrgjandi fólk, mismunandi pennafært, og þótt tekjur komi á móti af dánartilkynningum, hlýtur að halla á Hádegismóana. Nú er tækifæri til að spara pappír, skera niður nokkra dálkmetra og láta eina grein um hvert lík duga. Þótt Fréttablaðið fyllist af minningargreinum fyrir vikið þá er engar tekjur af þeim að hafa.

Viðbót: Í FB fannst smá tilkynning um þessa nýbreytni og að gjald verður tekið fyrir minningargreinar. Það þótti mér svo ótrúlegt að ég gáði á dagsetningu blaðsins.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Samkeppni dauðans

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.