Expressstressið

Enginn kemst hjá því að sjá Ingó veðurguð þenja raddböndin á sjónvarpsskjánum og ríma Bologna og Sonja eins og ekkert hafi í skorist. Svo kemur Hemmi Gunn, ofvirkur af kæti og rímar saman ekkert stress og Æsland Express. Allt er þetta gott og blessað ef satt væri. Ég hef aðra sögu að segja.
Fyrir rúmu ári stóð hugur okkar hér á bæ til Spánarferðar til að læra mál innfæddra. Ætlunin var að fljúga með IE til Alicante, enda ferðir daglega samkvæmt útgefinni áætlun á netinu. Við pöntuðum. Um mánuði fyrir brottför er okkur tilkynnt með tölvupósti að ferðirnar hafi verið felldar niður og í stað daglegra ferða séu nú í boði 2 ferðir í viku. Þetta raskaði auðvitað öllu. Afpanta þurfti hótel og finna nýja leið til Spánar. Ég hringdi þá í IE og þusaði svolítið.

Á liðnu hausti lá leiðin til Barcelona með góðum hópi. Við ætluðum að fljúga til Gatwick með IE og þaðan með EasyJet til Barcelona. Skömmu fyrir brottför ákvað IE að fella niður síðdegisflugið heim frá Gatwick. Þetta uppátæki kostaði okkur aukanótt í London. Aftur var hringt og þusað.

Hvað má læra af þessu? Ekki panta of snemma hjá IE. Hafa forfallatryggingu á hreinu. Ekki treysta útgefnum ferðaáætlunum. Þær standast ekki. Ég veit ekki hvernig Icelandair stendur sig að þessu leyti en til að vera laus við stress, fer ég ekki með IE ef leið mín skyldi liggja út fyrir landsteinana. Það þarf meira en hemmagunn og selfossrímað ljóð til að breyta áliti mínu á fyrirtækinu.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Expressstressið

  1. Ég held að Icelandair sé skárra að þessu leyti. Ferðaskrifstofum skyldi hins vegar enginn maður treysta.

    Áður en ég veiktist var ég í mismunandi stórum hlutastörfum hjá Þróunarsvið Mrn. Þeim störfum fylgdu mikil ferðalög og t.d. þvælingur milli flugvalla í London, til að geta notað lággjaldaflugfélögin. Ég var oftast á leiðinni Ísland-Brüssel og þá var sko ekki einfalt að komast þar á milli! Af þessum árum fékk ég mig fullsadda á því að bíða á flugvöllum eða lenda í hremmingum af því að lággjaldaflugvélög lenda á ómögulegum tímum og oft á afdalaflugvöllum, auk þess sem áætlun þeirra stenst illa. Svoleiðis að núna er ég til í að borga aðeins meira fyrir sæmilega öruggt og umfram allt sæmilega greitt far til míns ákvörðunarstaðar. Þetta er m.a. ástæðan fyrir því að við hjón féllum frá því að fljúga til Kos (umferðarmistöð grísku Tylftareyjanna) á eigin vegum því það hefði kostað 4- 5 hopp og Icelandair út og Iceland Express heim … og gistingu í London. Samt var þetta tiltölulega ódýr ferðamáti. Þangað til gisting og fyrirhöfn var reiknuð inn í dæmið.

    Eru Alicante eigendur ekki með hagsmunafélag sem hefur stundum pantað beint leiguflug fyrir sig? Hvað með að kaupa pakkaferð til Benidorm, einungis flugfar, og koma sér úr þeim solli sjálfur til hins góða Alicantes? Reyndar eru ferðaskrifstofur afar nískar á að selja manni bara farið en ekki gistingu … en í fyrra tókum við svoleiðis far sem gekk upp. Núna er það ekki hægt – ekki til næsta nágrennis Kos, sem er Bodrum á Tyrklandi. Þess vegna förum við einu sinni enn til Krítar.

    Niðurstaðan: Borga meira, skipta við Icelandair og athuga hvort lággjaldaflugfélögin frá Köben eða London eru, þegar upp er staðið, eitthvað meira lággjalda- en gömlu traustari flugfélögin.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s