Póker, Gullfoss og Geysir

Ég hef lýst fleiri pókerþáttum fyrir Stöð 2 en ég fæ komið tölu á og vegna spilagleði minnar hef ég gaman af póker þegar ég er ekki í vinnunni. Fatapóker er hástig þessarar íþróttar en þar fyrir utan er gaman að spila með eldspýtum, spilapeningum eða öðru tiltæku til að fá spennu í leikinn. Þeir sem þrá meira, spila upp á reiðufé eða fara með greiðslukortið að vopni á pókersíður. Slík spilamennska er útbreiddari hérlendis en marga grunar og spilamennska í heimahúsum og klúbbum hefur vaxið hraðar en auga á festir.
Allir sem hafa örlítið meira en gripsvit, vita að spilavíti eru rekin með gróða eigenda í huga og í Bandaríkjunum er miðað við 80% af veltu til hússins, jafnvel meira, en um 20% í vinninga. Eina hugarfarið sem almennur spilavítisgestur ætti að hafa í huga er að gera ráð fyrir að tapa. Helst öllu sem hann hefur meðferðis að spilaborðinu. Spilavíti á ekki að sýna í einhverjum dýrðarljóma sem spennandi áfangastaði. Þau eru vettvangur til að tapa peningum. Í samfélagi þar sem of margir hafa tapað peningum undanfarin ár, er þessi hugmynd óttalega hjáróma.
Talsmaður „kasínósins“ Arnar Gunnlaugsson, hefur ekki þetta gripsvit til að sannfæra fólk um kosti spilavítis. Hins vegar vitum við núna að hann hefur aldrei farið lengra en að Gullfossi og Geysi á ferðum sínum.

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Póker, Gullfoss og Geysir

  1. Bíddu, er sýnt frá keppnum í fatapóker á Stöð 2? Er ég að missa af einhverju?

    En já, það er spurning hvort „Það er betra að fá fjárhættuspil upp á yfirborðið fyrst fólk stundar þau hvort eð er“ merkir ekki í raun „Það er betra að við getum grætt eitthvað á þessu fólki sem spilar fjárhættuspil“.

  2. Já, maður, þetta er frekar seint á dagskránni. Endilega haltu þér vakandi fram yfir miðnætti á fimmtudagskvöldum, held ég.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s